Innkauparáð
INNKAUPARÁÐ
Ár 2016, föstudaginn 2. september var haldinn 380. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 11.30. Viðstaddir voru Dóra Magnúsdóttir, Magnea Guðmundsdóttir og Börkur Gunnarsson. Auk þeirra sat Jóna Björg Sætran áheyrnarfulltrúi fundinn. Einnig sátu fundinn Eyþóra K. Geirsdóttir frá embætti borgarlögmanns og Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir frá innkaupadeild Reykjavíkurborgar.
Fundarritari var Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram erindi upplýsingatæknideildar Reykjavíkurborgar dags. 31. ágúst sl., þar sem lagt er til að gengið verði að hagkvæmast tilboði sem barst, tilboði Advania ehf., samtals kr. 185.279.076, í EES samkeppnisviðræðum nr. 13668 Kaup á þjónustu við tölvunetkerfi Reykjavíkurborgar. R16030068
Samþykkt.
Tómas Guðmundsson, Eggert Ólafsson, Jón Ingi Þorvaldsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
2. Lögð fram til kynningar umsögn innkaupadeildar Reykjavíkurborgar til borgarráðs, vegna kæru Áveitunar ehf. til borgarráðs Reykjavíkurborgar varðandi ákvörðun innkauparáðs Reykjavíkurborgar að taka tilboði Frostmarks ehf. í útboði nr. 13737 Skautahöllin í Laugardal, endurnýjun á frystikerfi. R16050089.
Innkauparáð gerir ekki athugasemdir við framlagt svar.
Fundi slitið kl. 11.55
Magnea Guðmundsdóttir
Dóra Magnúsdóttir Börkur Gunnarsson