Innkauparáð - Fundur nr. 38

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2004, miðvikudaginn 28. janúar, var haldinn 38. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 13.00. Viðstaddir voru Hrólfur Ölvisson, Jóhannes Sigursveinsson og Haukur Leósson. Jafnframt sátu fundinn Sjöfn Kristjánsdóttir frá Innkaupastofnun og Ólafur Kr. Hjörleifsson, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf Othars Arnar Petersen hrl., lögmanns Ístaks hf., frá 20. þ.m. varðandi útboð á byggingu grunnskóla í Staðahverfi, sbr. bréf forstjóra Innkaupastofnunar, dags. s.d., ásamt svari ritara innkauparáðs, dags. s.d. Jafnframt lögð fram kvörtun lögmannsins frá 27. þ.m. vegna umrædds útboðs. Kvörtuninni vísað til umsagnar skrifstofustjóra borgarstjórnar.

2. Lagt fram bréf forstöðumanns Fasteignastofu frá 26. þ.m. þar sem óskað er eftir heimild til forvals og lokaðs útboðs meðal 4-5 verktaka um byggingu nýrrar hæðar á hjúkrunaheimilið Droplaugarstaði. Samþykkt. Þorkell Jónsson og Ámundi Brynjólfsson frá Fasteignastofu sátu fundinn við meðferð málsins.

3. Lagt fram bréf deildarstjóra tölvudeildar Fræðslumiðstöðvar frá 20. þ.m. varðandi útboð á tölvubúnaði fyrir Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, sbr. 1. lið fundargerðar innkauparáðs 16. s.m., þar sem leiðréttar eru uppgefnar heildarfjárhæðir tilboða. Fram kemur að rétt heildarfjárhæð þess tilboðs EJS, sem tekið var, er kr. 29.817.037,-, og að þessi leiðrétting hafi ekki áhrif á niðurstöðu mats á tilboðunum. Jafnframt er lagt fram bréf forstjóra Tæknivals hf. frá 26. s.m. ásamt svari ritara innkauparáðs, dags. í dag.

Fundi slitið kl. 14.10.

Hrólfur Ölvisson

Jóhannes Sigursveinsson Haukur Leósson