Innkauparáð - Fundur nr. 379

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2016, föstudaginn 26. ágúst var haldinn 379. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12:18. Viðstaddir voru Kjartan Valgarðsson, Kristján Freyr Halldórsson og Elísabet Gísladóttir. Auk þeirra sat Jóna Björg Sætran áheyrnarfulltrúi fundinn. Einnig sátu fundinn Eyþóra K. Geirsdóttir frá embætti borgarlögmanns og Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir frá innkaupadeild Reykjavíkurborgar.

Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.
Þetta gerðist:

1. Lagt fram erindi skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar dags. 12. ágúst sl., varðandi heimild til seinni framlengingar á samningi Hreint ehf. og á samningi ISS Ísland ehf. til 3. júlí 2017, vegna ræstinga í leikskólum Reykjavíkurborgar ásamt tveimur frístundaheimilum – Útboð nr. 13082. R13090134.

Samþykkt.
- Sverrir Friðþjófsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

2. Lagt fram erindi velferðasviðs Reykjavíkurborgar dags. 24. ágúst sl., varðandi varðandi beiðni um heimild til að víkja frá innkaupaferli á grundvelli i-liðar 13. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar vegna reksturs stuðningsheimilisins að Miklubraut 18. R16010079.

Samþykkt.
- Hinrik Fjeldsted tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

3. Lagt fram svar skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar dags. 12. ágúst sl., við bókun á fundi 10. júní sl., þar sem óskað var eftir yfirliti yfir fyrirhuguð innkaupaferli vegna samninga sem tilgreindir voru á yfirliti yfir einstök innkaup yfir 1. m. kr. á 1. ársfjórðungi 2016.

Innkauparáð gerir ekki athugasemdir við framlagt svar.
4. Lögð fram til kynningar kæra Áveitunar ehf. til borgarráðs Reykjavíkurborgar varðandi ákvörðun innkauparáðs Reykjavíkurborgar að taka tilboði Frostmarks ehf. í útboði nr. 13737 Skautahöllin í Laugardal, endurnýjun á frystikerfi. R16050089.
Fundi slitið kl. 12.38

Kjartan Valgarðsson
Kristján Freyr Halldórsson Elísabet Gísladóttir