Innkauparáð
Innkauparáð
Ár 2016, föstudaginn 5. ágúst var haldinn 378. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12.19. Viðstaddir voru Kjartan Valgarðsson og Börkur Gunnarsson. Auk þeirra sat Jóna Björg Sætran áheyrnarfulltrúi fundinn. Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 3. ágúst sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda, Gleipni verktaka ehf., í útboði nr. 13764 Gylfaflöt-Bæjarflöt. Gatnagerð og lagnir. R16070007.
Samþykkt.
Ólafur M. Stefánsson tekur sæti sæti á fundinum undir þessum lið.
- Kl. 12.22 tekur Eyþóra K. Geirsdóttir sæti á fundinum.
2. Lagt fram erindi frístundamiðstöðvarinnar Kringlumýri, dags. 20. júní sl., varðandi heimild til framlengingar á samningi við Hreint ehf. til 31. mars 2017, vegna ræstinga fyrir frístundamiðstöðina Kringlumýri og starfsstaði hennar – útboð nr. 13295. R14070067.
Samþykkt.
Snorri Örn Arnaldsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
3. Lagt fram yfirlit innkaupadeildar Reykjavíkurborgar yfir verkefni innkaupadeildar f.h. skrifstofa og sviða í júlí 2016. R16010079.
Innkauparáð gerir ekki athugasemdir við framlagt yfirlit.
Fundi slitið kl. 12.31
Kjartan Valgarðsson
Börkur Gunnarsson
PDF útgáfa fundargerðar
Innkauparáð 5.8.2016 - Prentvæn útgáfa