Innkauparáð - Fundur nr. 377

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2016, föstudaginn 8. júlí var haldinn 377. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12:15. Viðstaddir voru Kjartan Valgarðsson og Elísabet Gísladóttir.  Auk þeirra sat Jóna Björg Sætran áheyrnarfulltrúi fundinn. Einnig sátu fundinn Jón Pétur Skúlason frá embætti borgarlögmanns og Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir frá innkaupadeild Reykjavíkurborgar. 

Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir. 

Þetta gerðist: 

1. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 5. júlí sl., varðandi heimild til að viðhafa framhaldskaup við verkfræðistofuna Hnit hf. á grundvelli 25. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar, um ráðgjafarvinnu vegna undirbúnings og forhönnunar á gatna- og stígakerfi í Vogabyggð. R16010079.

Samþykkt.

Bókun áheyrnarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina við lið 1. um framhaldskaup á ráðgjafavinnu.

Óskað er eftir að umhverfis- og skipulagssvið fái heimild innkauparáðs til framhaldskaupa á ráðgjafaþjónustu / þróunarvinnu, og í því sambandi vísað til 25. greinar innkaupareglna Reykjavíkurborgar sem fjallar um framhaldskaup og samningsviðauka. Í útsendum gögnum fyrir fundinn er þó hvorki tiltekin ákveðin upphæð né neitt viðmið þar um sem óskað er eftir heimild fyrir en slíkar upplýsingar fyrir fund hljóta að teljast æskilegar til að byggja ábyrga skoðanamyndun og ákvarðanatöku á.

Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

2. Lagt fram yfirlit umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup yfir 1. m.kr. fyrir 1. ársfjórðung 2016. R16010079.

Innkauparáð gerir ekki athugasemdir við framlagt yfirlit.

3. Lagt fram yfirlit innkaupadeildar Reykjavíkurborgar yfir verkefni innkaupadeildar f.h. skrifstofa og sviða í maí 2016. R16010079.

Innkauparáð gerir ekki athugasemdir við framlagt yfirlit.

4. Trúnaðarmál fært í trúnaðarmálabók.

Fundi slitið kl. 12:44

Kjartan Valgarðsson [Sign]

Elísabet Gísladóttir [Sign]