Innkauparáð - Fundur nr. 376

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2016, föstudaginn 24. júní var haldinn 376. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12:15. Viðstaddir voru Magnea Guðmundsdóttir, Kristján Freyr Halldórsson og Elísabet Gísladóttir. Auk þeirra sat Jóna Björg Sætran áheyrnarfulltrúi fundinn. Einnig sátu fundinn Jón Pétur Skúlason frá embætti borgarlögmanns, Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir og Hrólfur Sigurðsson frá innkaupadeild Reykjavíkurborgar. 

Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir. 

Þetta gerðist: 

1. Lagt fram erindi Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar dags. 22. júní sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Frostmarks ehf.  í útboði nr. 13737 Skautahöllin Laugardal. Endurnýjun á frystikerfi. R16050089.

Samþykkt.

2. Lagt fram erindi Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar dags. 22. júní sl., varðandi heimild samningskaupa sbr. b. lið 22. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar vegna byggingar á tengigangi í bílakjallara undir Geirsgötu. R16010079. 

Samþykkt.

Ámundi Brynjólfsson tekur sæti sæti á fundinum undir liðum 1 og 2.

3. Lagt fram erindi Skrifstofu þjónustu og reksturs Reykjavíkurborgar dags. 20. júní sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Nýherja hf. í útboði nr. 13744 Microsoft Campus og OVS ES hugbúnaðarleyfi. R16050215. 

Samþykkt.

Helga Sigrún Kristjánsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

4. Lagt fram erindi Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar varðandi heimild til undanþágu vegna reksturs mötuneytis í Vesturbæjarskóla, Hamraskóla og Háteigsskóla á grundvelli 13. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar. R16010079.

Samþykkt.

Helgi Grétar Helgason tekur sæti á fundinum undir þessum lið

5. Lagt fram erindi innkaupadeildar Reykjavíkurborgar dags. 13. júní sl., þar sem lagt er til að samið verði við Olíuverzlun Íslands hf., Tandur hf., Ræstivörur ehf., Rekstrarvörur ehf. og Papco hf. í útboði nr. 13610 Rammasamningur um hreinlætisvörur. R16030070

Samþykkt. 

  

Fundi slitið kl. 12:56

Magnea Guðmundsdóttir [Sign]

Kristján Freyr Halldórsson [Sign] Elísabet Gísladóttir [Sign]

 

PDF útgáfa fundargerðar
Innkauparáð 24.6.2016 - prentvæn útgáfa