No translated content text
Innkauparáð
INNKAUPARÁÐ
Ár 2016, föstudaginn 10. júní var haldinn 374. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12:15. Viðstaddir voru Kjartan Valgarðsson, Magnea Guðmundsdóttir og Börkur Gunnarsson. Auk þeirra sat Jóna Björg Sætran áheyrnarfulltrúi fundinn. Einnig sátu fundinn Eyþóra K. Geirsdóttir frá embætti borgarlögmanns, Jóhanna E. Hilmarsdóttir og Grétar Jóhannsson frá innkaupadeild Reykjavíkurborgar.
Fundarritari var Jóhanna E. Hilmarsdóttir.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram erindi Reykjavíkurborgar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara dags. 8. júní sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði Capacent ehf., sem átti eina tilboðið í EES samkeppnisviðræðum nr. 13639 Hugbúnaður fyrir stjórnendaupplýsingar. R15120082.
Samþykkt.
Hörður Hilmarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
2. Lagt fram erindi velferðasviðs Reykjavíkurborgar dags. 8. júní sl., varðandi beiðni um heimild til að víkja frá innkaupaferli á grundvelli i-liðar 13. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar vegna samnings við Stígamót. R16010079.
Samþykkt.
Kristjana Gunnarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
3. Lagt fram að nýju svar upplýsingatæknideildar Reykjavíkurborgar við bókun innkauparáðs á fundi 13. nóvember 2015, varðandi upplýsingar um samninga sem liggja að baki vörukaupum undir liðnum beinir samningar á framlögðu yfirliti yfir einstök innkaup yfir 1. m.kr. Frestað á fundi 12. febrúar 2016.
Innkauparáð óskar eftir yfirliti yfir fyrirhuguð innkaupaferli vegna þessara samninga.
Eggert Ólafsson og Helga Sigrún Kristjánsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
4. Lagt fram erindi innkaupadeildar Reykjavíkurborgar dags. 6. júní sl., varðandi heimild til seinni framlengingar á rammasamningi nr. 12588 Sorphirða, um eitt ár eða til 29. maí 2017. R11030038.
Samþykkt.
5. Lagt fram yfirlit Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup yfir 1. m.kr. fyrir 1. ársfjórðung 2016. R16010079.
Innkauparáð óskar eftir yfirliti yfir innkaupaferli vegna þessara samninga.
Fundi slitið kl. 12:52
Kjartan Valgarðsson [Sign]
Magnea Guðmundsdóttir [Sign]