Innkauparáð - Fundur nr. 372

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2016, föstudaginn  27. maí var haldinn 372. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12:15. Viðstaddir voru Kjartan Valgarðsson og Magnea Guðmundsdóttir. Auk þeirra sat Jóna Björg Sætran áheyrnarfulltrúi fundinn. Einnig sátu fundinn Benedikt Hallgrímsson frá embætti borgarlögmanns, Hrólfur Sigurðsson og Grétar Þór Jóhannsson frá innkaupadeild Reykjavíkurborgar. 

Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir innkaupadeild Reykjavíkurborgar. 

Þetta gerðist: 

1. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 23. maí sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda, Jarðvals sf. í útboði nr. 13728 Dalskóli. Jarðvinna, færsla lagna og aðstöðusköpun. R16040205. 

Samþykkt.

2. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 25. maí sl., varðandi heimild til samningsviðauka við Exton vegna uppfærslu á hljóðmixer í hljóðkerfi Borgarleikhússins. R06010079.

Samþykkt.

Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir liðum 1 og 2.

3. Lagt fram erindi innkaupadeildar Reykjavíkurborgar dags. 25. maí sl., þar sem lagt er til að samið verði við Bakó Ísberg ehf., Elko ehf., Exton ehf., Fastus ehf., Geira ehf., Heimilistæki ehf., Húsasmiðjuna ehf., Nýherja hf., Ormsson ehf., Rafha ehf., Rafvörur ehf. og Smith & Norland ehf., í eftirfarandi hlutum:

[Hér á birtast tafla sem sést aðeins í pdf-útgáfunni hér hægra megin.]

í EES útboði nr. 13667 Rammasamningur um raftæki. R16030158.

Samþykkt.

4. Lagt fram yfirlit Ráðhúss Reykjavíkur varðandi einstök innkaup yfir 1. m.kr. fyrir 1. ársfjórðung 2016. R16010079.

Innkauparáð gerir ekki athugasemdir við framlagt yfirlit.

Fundi slitið kl. 12.34

Kjartan Valgarðsson (sign)

Magnea Guðmundsdóttir (sign)

 

PDF útgáfa fundargerðar
Innkauparáð 27.5.2016 - prentvæn útgáfa