Innkauparáð - Fundur nr. 371

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2016, föstudaginn 13. maí var haldinn 371. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12:15. Viðstaddir voru Kjartan Valgarðsson, Magnea Guðmundsdóttir og Börkur Gunnarsson. Einnig sat fundinn Jóhanna E. Hilmarsdóttir frá innkaupadeild Reykjavíkurborgar. 

Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir. 

Þetta gerðist: 

1. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 11. maí sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði B frá Altis ehf., í 1. áfanga Víkingsvöll, 2.a. áfanga KR og 2.b. áfanga Fylkir, í útboði nr. 13708 Gervigras 2016. R16030221. 

- Kl. 12:21 tekur Eyþóra K. Geirsdóttir embætti borgarlögmanns sæti á fundinum.

Samþykkt.

Ómar Einarsson íþrótta- og tómstundasviði tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

2. Lagt fram erindi skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar dags. 10. maí sl., þar sem lagt er til að taka tilboði Vinnuvéla tækjamiðlunar ehf. sem átti lægsta gilda tilboð í útboði nr. 13696 Tvær sláttuvélar. R16030217.

Samþykkt.

Atli Marel Vokes umhverfis- og skipulagssviði tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

- Kl. 12:35 víkur Eyþóra K. Geirsdóttir embætti borgarlögmanns af fundinum.

3. Lagt fram til kynningar bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 29. apríl sl., þar sem fram kemur að borgarráð hafi staðfest niðurstöðu innkauparáðs í útboði nr. 13592 Smiðjustígur endurgerð. Laugavegur – Hverfisgata. R15090015. 

4. Lagt fram yfirlit innkaupadeildar Reykjavíkurborgar yfir verkefni innkaupadeildar f.h. skrifstofa og sviða í apríl 2016. R16010079.

Innkauparáð gerir ekki athugasemdir við framlagt yfirlit.

Fundi slitið kl. 12.38

Kjartan Valgarðsson (sign)

Magnea Guðmundsdóttir (sign) Börkur Gunnarsson (sign)