Innkauparáð - Fundur nr. 370

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2016, föstudaginn 29. apríl var haldinn 370. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12:19. Viðstaddir voru Kjartan Valgarðsson og Magnea Guðmundsdóttir. Auk þeirra sat Ásgerður Jóna Flosadóttir áheyrnarfulltrúi fundinn. Einnig sat fundinn Eyþóra K. Geirsdóttir frá embætti borgarlögmann og Jóhanna E. Hilmarsdóttir frá innkaupadeild Reykjavíkurborgar. 

Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir. 

Þetta gerðist: 

1. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 27. apríl sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Gröfu og grjóts ehf., í útboði nr. 13690 Hverfisgata endurgerð. Smiðjustígur - Klapparstígur. R16030114.

Samþykkt.

2. Lagðir fram minnispunktar embættis borgarlögmanns, dags. 27. apríl sl., varðandi fyrstu mögulegu aðgerðir til að sporna gegn mögulegu vinnumansali í verksamningum Reykjavíkurborgar. R16010079.

Innkauparáð samþykkir að eftirfarandi texti verði hluti af útboðsgögnum og verksamningi: 

Bjóðandi mun tryggja að allir starfsmenn sem koma munu að verkinu, hvort sem er sem starfsmenn bjóðanda eða undirverktaka, fái laun og starfskjör í samræmi við gildandi kjarasamninga hverju sinni og aðstæður þeirra séu í samræmi við löggjöf á sviði vinnuverndar. Hvenær sem er á samningstíma mun bjóðandi geta sýnt verkkaupa fram á að öll réttindi og skyldur gagnvart þessum starfsmönnum séu uppfyllt. Bjóðandi samþykkir að ef hann getur ekki framvísað gögnum eða sýnt eftirlitsmanni verksins fram á að samningsskyldur séu uppfylltar innan 5 daga frá því ósk um slíkt er borin fram af verkkaupa getur verkkaupi rift verksamningi án frekari fyrirvara eða ákveðið að beita dagsektum sem nemur 0,1% af samningsupphæð fyrir hvern dag sem umbeðnar upplýsingar skortir. Beiting þessara vanefndaúrræða hefur ekki áhrif á gildi verktryggingar.

Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir liðum 1 og 2.

Fundi slitið kl. 12:47

Kjartan Valgarðsson 

Magnea Guðmundsdóttir

 

PDF útgáfa fundargerðar
Innkauparáð 29.4.2016 - prentvæn útgáfa