Innkauparáð - Fundur nr. 37

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2004, föstudaginn 16. janúar, var haldinn 37. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 13.10. Viðstaddir voru Hrólfur Ölvisson, Jóhannes Sigursveinsson og Haukur Leósson. Jafnframt sátu fundinn Sjöfn Kristjánsdóttir frá Innkaupastofnun og Ólafur Kr. Hjörleifsson, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf deildarstjóra tölvudeildar Fræðslumiðstöðvar frá 15. þ.m. varðandi kaup á tölvubúnaði fyrir Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, þar sem lagt er til að tekið verði tilboði EJS, tilboð merkt 1, samtals að fjárhæð kr. 31.120.552,-. Jafnframt lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar, dags. í dag, varðandi skoðun á fjárhag EJS. Erindi deildarstjóra tölvudeildar Fræðslumiðstöðvar samþykkt. Sigþór Örn Guðmundsson frá Fræðslumiðstöð sat fundinn við meðferð málsins.

2. Lagt fram bréf verkfræðistofu umhverfis- og tæknisviðs, dags. í dag, varðandi kaup á Microsoft OSL notendaleyfum fyrir umhverfis- og tæknisvið, þar sem lagt er til að tekið verði tilboði Opinna kerfa, að heildarfjárhæð kr. 17.093.059,-. Samþykkt.

3. Lagt fram að nýju bréf forstöðumanns Fasteignastofu frá 5. f.m. varðandi byggingu nýs grunnskóla í Staðahverfi, ásamt fylgigögnum, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði Ístaks hf. að upphæð kr. 469.143.966,-. Jafnframt lögð fram að nýju eftirtalin gögn: Athugasemdir Íslenskra aðalverktaka hf., dags. 11. nóvember s.l., afrit bréfs Ístaks hf. til Innkaupastofnunar, dags. 25 nóvember s.l., ásamt álitsgerð Othars Arnar Petersen hrl., dags. s.d., afrit bréfs forstjóra Innkaupastofnunar til bjóðenda í verkið, dags. 4. desember s.l., afrit bréfs forstjóra Innkaupastofnunar til Eyktar ehf., dags. 11. desember s.l., athugasemdir Eyktar ehf., dags. 16. desember s.l., og bréf Jóhannesar Karls Sveinssonar hrl., f.h. Íslenskra Aðalverktaka hf., dags. 5. þ.m. Þá er lögð fram umsögn Hjörleifs B. Kvaran hrl. um málið, dags. 8. þ.m.

Formaður innkauparáðs lagði fram svohljóðandi tillögu:

Í umsögn Hjörleifs B. Kvaran hrl. kemst hann að þeirri niðurstöðu að slíkir hnökrar hafi verið á framkvæmd útboðsins að óhjákvæmilegt sé að ógilda það og hafna þar með öllum tilboðum. Ég tek undir þetta mat hans og legg til að svo verði gert. Tillaga formanns samþykkt og er því öllum tilboðum hafnað. 4. Ákveðið að fastir fundir innkauparáðs verði framvegis 2. og 4. miðvikudag hvers mánaðar, í Ráðhúsi Reykjavíkur, kl. 13.00.

Fundi slitið kl. 14.45.

Hrólfur Ölvisson

Jóhannes Sigursveinsson Haukur Leósson