Innkauparáð - Fundur nr. 367

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2016, föstudaginn 18. mars var haldinn 367. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12:15. Viðstaddir voru Kjartan Valgarðsson og Magnea Guðmundsdóttir. Einnig sátu fundinn Jón Pétur Skúlason frá embætti borgarlögmanns, Jóhanna E. Hilmarsdóttir og Hrólfur Sigurðsson frá innkaupadeild Reykjavíkurborgar. 

Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir. 

Þetta gerðist: 

1. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 11. mars sl., varðandi heimild til að gera viðbótarsamning við Ístak hf., vegna framkvæmda við Sundhöll Reykjavíkur. R15030027.

Samþykkt.

Magnús Haraldsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

2. Lagt fram erindi skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar dags. 9. mars sl., þar sem lagt er til að taka tilboði Vélfangs ehf., sem átti eina tilboðið sem barst í útboði nr. 13657 Dráttarvél. R16010254.

Samþykkt. 

Björn Ingvarsson umhverfis- og skipulagssviði tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

3. Lagt fram til kynningar bréf borgarstjórans í Reykjavík varðandi tillögu forsætisnefndar að kalla eftir yfirliti yfir mætingar í borgarstjórn, borgarráð, fagráð og hverfisráð, það sem af er kjörtímabilinu. R16010079.

Fundi slitið kl. 12:30

Kjartan Valgarðsson (sign)

Magnea Guðmundsdóttir (sign)