Innkauparáð - Fundur nr. 366

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2016, föstudaginn 11. mars, var haldinn 366. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12:15. Viðstaddir voru Kjartan Valgarðsson og Kristján Freyr Halldórsson. Auk þeirra sat Ingvar Jónsson áheyrnarfulltrúi fundinn. Einnig sátu fundinn Jón Pétur Skúlason frá embætti borgarlögmanns, Jóhanna E. Hilmarsdóttir, Hrólfur Sigurðsson og Grétar Þ. Jóhannsson frá innkaupadeild Reykjavíkurborgar. 

Fundarritari var Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir. 

Þetta gerðist: 

1. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 8. mars sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Garðyrkjuþjónustunnar ehf., í útboði nr. 13654 Grensásvegur, hjólastígur. Miklabraut-Bústaðavegur. R16010243.

Samþykkt.

Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

2. Lagt fram erindi skrifstofu þjónustu- og rekstur Reykjavíkurborgar – upplýsingatæknideildar, dags. 9. mars sl., varðandi heimild samkeppnisviðræðna um kaup á þjónustu við tölvunetkerfi Reykjavíkurborgar. R16030068.

Samþykkt. 

3. Lagt fram erindi Velferðasviðs Reykjavíkurborgar – þjónustumiðstöð Vesturbæjar og þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða, dags. 9. mars sl., þar sem lagt er til að taka tilboði Flutninga og þjónustu ehf., sem átti hagkvæmasta gilda tilboð í EES útboði nr. 13658 Akstur og dreifing matar í heimahús og móttökueldhús. R16020018.

Samþykkt.

4. Lagt fram erindi Velferðasviðs Reykjavíkurborgar, dags. 9. mars sl., varðandi beiðni um undanþágu á grundvelli i-liðar 13.gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar vegna samnings við Blindarvinnustofuna. R16010079.

Samþykkt.

5. Lagt fram erindi Velferðasviðs Reykjavíkurborgar, dags. 9. mars sl., varðandi beiðni um undanþágu á grundvelli i-liðar 13.gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar vegna samnings við Vinakot. R16010079.

Samþykkt.

6. Lagt fram yfirlit innkaupadeildar Reykjavíkurborgar yfir verkefni innkaupadeildar f.h. skrifstofa og sviða í janúar og febrúar 2016. R16010079.

Innkauparáð gerir ekki athugasemdir við framlagt yfirlit.

Fundi slitið kl. 12:37

Kjartan Valgarðsson (sign)

Kristján Freyr Halldórsson (sign)

PDF útgáfa fundargerðar
Innkauparáð 11.3.2016