Innkauparáð - Fundur nr. 365

Innkauparáð

Innkauparáð

Ár 2016, föstudaginn 4. mars, var haldinn 365. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12:18. Viðstaddir voru Kjartan Valgarðsson, Kristján Freyr Halldórsson og Börkur Gunnarsson. Auk þeirra sat Ingvar Jónsson áheyrnarfulltrúi fundinn. Einnig sátu fundinn Eyþóra K. Geirsdóttir frá embætti borgarlögmanns og Jóhanna E. Hilmarsdóttir frá innkaupadeild Reykjavíkurborgar. 

Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir. 

Þetta gerðist:

1. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 1. mars sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda, Rafís ehf., í útboði nr. 13638 Viðbygging Sundhöll Reykjavíkur – Raflagnir. R16010263.

Samþykkt.

2. Lagt fram erindi Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 1. mars sl., varðandi heimild til seinni framlengingar á verksamningi við Tinnuberg ehf., um eitt ár vegna útboðs nr. 13203 Gangstéttaviðgerðir 2014. R14030188. 

Samþykkt. 

3. Lagt fram erindi Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 1. mars sl., varðandi heimild til seinni framlengingar á verksamningi við Fagverk verktaka ehf., um eitt ár vegna útboðs nr. 13202 Malbiksviðgerðir 2014. R14030187. 

Samþykkt.

4. Lagt fram erindi Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 1. mars sl., varðandi heimild til seinni framlengingar á verksamningi við GSG ehf., um eitt ár vegna útboðs nr. 13195 Yfirborðsmerkingar í Reykjavík 2014. R14030025. 

Samþykkt. 

Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir liðum 1- 4.

Fundi slitið kl. 12:29

Kjartan Valgarðsson (sign)

Kristján Freyr Halldórsson (sign) Börkur Gunnarsson (sign)

 

PDF útgáfa fundargerðar
Innkauparáð 4.3.2016 - prentvæn útgáfa