Innkauparáð - Fundur nr. 364

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2016, föstudaginn 26. febrúar var haldinn 364. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12:15. Viðstaddir voru Magnea Guðmundsdóttir, Dóra Magnúsdóttir og Börkur Gunnarsson. Auk þeirra sat Ingvar Jónsson áheyrnarfulltrúi fundinn. Einnig sátu fundinn Benedikt Hallgrímsson frá embætti borgarlögmanns, Jóhanna E. Hilmarsdóttir og Ólafur Steingrímsson frá innkaupadeild Reykjavíkurborgar. 

Fundarritari var Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir. 

Þetta gerðist: 

1. Lagt fram erindi Bílastæðasjóðs Reykjavíkurborgar dags. 16. febrúar sl., varðandi heimild til framhaldskaupa á grundvelli 25. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar, staðbundna öryggisþjónustu í Vonarstræti 4 við myndavélaeftirlit í bílahúsum. R14120122.

Samþykkt.

2. Lagt fram erindi innkaupadeildar Reykjavíkurborgar dags. 23. febrúar sl., þar sem lagt er til að samið verði við Reykjagarð ehf. í hluta 1 Ferskur kjúklingur, einnig er lagt til að samið verði við Ísfugl ehf., Reykjagarð ehf., Matfugl ehf. og Kjarnafæði ehf. í hluta 2 Frosinn kjúklingur, í EES útboði nr. 13379 Rammasamningur um alifuglakjöt. R15120029.

Samþykkt.

3. Lagt fram erindi innkaupadeildar Reykjavíkurborgar dags. 24. febrúar sl., varðandi heimild framlengingar nr. 2 á rammasamningi nr. 13137 Drykkir, mat- og þurrvara, um eitt ár eða til 10. mars 2017. R14010111.

Samþykkt.

4. Lagt fram svar fjármálastjóra Ráðhúss Reykjavíkur við bókun ráðsins á 363. fundi varðandi yfirlit Ráðhúss Reykjavíkur yfir einstök innkaup yfir 1. m.kr. fyrir 1.- 4.  ársfjórðung 2015. R16010079. 

Innkauparáð óskar eftir að framvegis verði skýrt hvaða sviði eða skrifstofu hver reikningur tilheyri. 

5. Lagt fram til kynningar erindi skrifstofu borgarstjórnar dags. 15. febrúar sl., varðandi notkun fjarfundabúnaðar á fundum ráða og nefnda. R16010079. 

6. Lagt fram yfirlit umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup yfir 1. m.kr. fyrir 3. og 4.  ársfjórðung 2015. R16010079.

Innkauparáð gerir ekki athugasemdir við framlagt yfirlit.

Fundi slitið kl. 13:06

Magnea Guðmundsdóttir (sign)

Dóra Magnúsdóttir (sign) Börkur Gunnarsson (sign)