Innkauparáð - Fundur nr. 363

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2016, föstudaginn 12. febrúar var haldinn 363. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12:17. Viðstaddir voru Magnea Guðmundsdóttir, Dóra Magnúsdóttir og Börkur Gunnarsson. Einnig sátu fundinn Jón Pétur Skúlason frá embætti borgarlögmanns, Jóhanna E. Hilmarsdóttir og Ólafur Steingrímsson frá innkaupadeild Reykjavíkurborgar. 

Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir. 

Þetta gerðist:

1. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 8. febrúar sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Þarfaþings hf., í útboði nr. 13636 Dalskóli 1. áfangi, leikskóli nýbygging – Frágangur inni. R15120055.

Samþykkt.

Agnar Guðlaugsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

2. Lagt fram erindi innkaupadeildar Reykjavíkurborgar dags. 10. febrúar  sl., varðandi heimild framlengingar nr. 2 á rammasamningi nr. 13120 Ferskt grænmeti og ávextir um eitt ár eða til 27. febrúar 2017. R13110153.

Samþykkt.

Kl. 12:28 víkur Ólafur Steingrímsson af fundi.

3. Lagt fram erindi velferðasviðs Reykjavíkurborgar dags. 2. febrúar sl., varðandi beiðni um heimild til að víkja frá innkaupaferli á grundvelli i-liðar 13. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar vegna samnings um starfsemi vistheimilisins að Hamarskoti í Árnessýslu. R16010079.

Samþykkt.

Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

4. Lagt fram svar upplýsingatæknideildar Reykjavíkurborgar við bókun innkauparáðs á fundi 13. nóvember 2015, varðandi upplýsingar um samninga sem liggja að baki vörukaupum undir liðnum beinir samningar á framlögðu yfirliti yfir einstök innkaup yfir 1. m.kr. 

Frestað.

Eggert Ólafsson og Helga Sigrún Kristjánsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

5. Lagt fram yfirlit Ráðhúss Reykjavíkur varðandi einstök innkaup yfir 1. m.kr. fyrir 1.- 4. ársfjórðung 2015. R16010079.

Innkauparáð óskar eftir skýringum við heiti deilda í yfirlitinu þ.e. Ráðgjafadeild, Sérstakar athuganir og úttektir, Þróun og nýsköpun.

Fundi slitið kl. 13:12

Magnea Guðmundsdóttir (sign)

Dóra Magnúsdóttir (sign) Börkur Gunnarsson (sign)

 

PDF útgáfa fundargerðar
Innkauparáð 12.2.2016 - prentvæn útgáfa