Innkauparáð - Fundur nr. 362

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2016, föstudaginn 29. janúar var haldinn 362. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12:20. Viðstaddir voru Kjartan Valgarðsson, Magnea Guðmundsdóttir og Börkur Gunnarsson. Auk þeirra sat Ásgerður Jóna Flosadóttir áheyrnarfulltrúi fundinn. Einnig sátu fundinn Benedikt Hallgrímsson frá embætti borgarlögmanns, Jóhanna E. Hilmarsdóttir og Hrólfur Sigurðsson frá innkaupadeild Reykjavíkurborgar. 

Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir. 

Þetta gerðist: 

1. Lagt fram erindi fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar dags. 26. janúar sl., varðandi heimild til samningsviðauka við samning Advania hf. vegna VinnuStundar á grundvelli 25. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar. R16010079.

Samþykkt.

Ívar Örn Ívarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

2. Lagt fram erindi starfshóps um Nýju Reykjavíkurhúsin í Vesturbugt dags. 27. janúar sl., varðandi heimild til samkeppnisviðræðna við kaup á hönnun og verklegum framkvæmdum vegna íbúða og leikskóla á lóðum í Vesturbugt. R16010079.

Samþykkt.

Einar I. Halldórsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

3. Lagt fram erindi skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar dags. 27. janúar sl., varðandi heimild til að undanþiggja samning frá skyldu til að nota innkaupaferli á grundvelli b. liðar 13. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar vegna reksturs mötuneytisþjónustu í 10 leikskólum Reykjavíkurborgar. R16010079.

Samþykkt.

Herborg Svana Hjelm tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Fundi slitið kl. 12:44

Kjartan Valgarðsson (sign)

Magnea Guðmundsdóttir (sign) Börkur Gunnarsson (sign)

PDF útgáfa fundargerðar
Innkauparáð 29.1.2016 - prentvæn útgáfa