No translated content text
Innkauparáð
INNKAUPARÁÐ
Ár 2016, föstudaginn 22. janúar var haldinn 361. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12:15. Viðstaddir voru Magnea Guðmundsdóttir, Dóra Magnúsdóttir og Börkur Gunnarsson. Auk þeirra sat Ásgerður Jóna Flosadóttir áheyrnarfulltrúi fundinn. Einnig sátu fundinn; Jón Pétur Skúlason frá embætti borgarlögmanns, Jóhanna E. Hilmarsdóttir og Hrólfur Sigurðsson frá innkaupadeild Reykjavíkurborgar sem jafnframt ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram erindi Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 12. janúar sl., varðandi heimild til fyrri framlengingar á verksamningi Hreinsitækni ehf., um eitt ár vegna hreinsunar gatna- og gönguleiða í Reykjavík 2014-2016, útboð I nr. 13140. R14020116.
Samþykkt
2. Lagt fram erindi Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 12. janúar sl., varðandi heimild til fyrri framlengingar á verksamningi Hreinsitækni ehf., um eitt ár vegna hreinsunar gatna- og gönguleiða í Reykjavík 2014-2016, útboð II nr. 13141. R14020117.
Samþykkt
Björn Ingvarsson tekur sæti á fundinum undir liðum 1 og 2.
3. Lagt fram erindi Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 20. janúar sl., varðandi heimild til samningskaupa án undangenginnar útboðsauglýsingar sbr. b. lið 22. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar, um uppbyggingu viðbyggingar við borgarbóka-safnið að Tryggvagötu 15. R16010079.
Samþykkt
Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
4. Lagt fram yfirlit innkaupadeildar Reykjavíkurborgar yfir verkefni innkaupadeildar f.h. skrifstofa og sviða í desember 2015. R15010074.
Innkauparáð gerir ekki athugasemdir við framlagt yfirlit.
Fundi slitið kl. 12:45
Magnea Guðmundsdóttir (Sign)
Dóra Magnúsdóttir (Sign) Börkur Gunnarsson (sign)