Innkauparáð - Fundur nr. 360

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2015, föstudaginn 18. desember, var haldinn 360. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12:18. Viðstaddir voru Kjartan Valgarðsson og Kristján Freyr Halldórsson. Auk þeirra sat Ásgerður Jóna Flosadóttir áheyrnarfulltrúi fundinn. Einnig sat fundinn Eyþóra Kristín Geirsdóttir frá embætti borgarlögmanns, Jóhanna E. Hilmarsdóttir, Hrólfur Sigurðsson og Ólafur Steingrímsson frá  innkaupadeild Reykjavíkurborgar. 

Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir. 

Þetta gerðist: 

1. Lagt fram erindi velferðasviðs Reykjavíkurborgar, dags. 16. desember sl., varðandi beiðni um undanþágu frá innkaupareglum Reykjavíkurborgar vegna samnings við Ás -styrktarfélag. R12100370.

Samþykkt.

Þóra Stefánsdóttir og Bára Sigurjónsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

2. Lagt fram erindi innkaupadeildar Reykjavíkurborgar dags. 16. desember sl., varðandi fjölda samningsaðila í hluta 1 í fyrirhuguðu rammasamningsútboði um alifuglakjöt.

Innkauparáð samþykkir að samið verði við einn aðila í hluta 1 í fyrirhuguðu rammasamningsútboði um alifuglakjöt. 

Fundi slitið kl. 12:36

Kjartan Valgarðsson (sign)

Kristján Freyr Halldórsson (sign)

PDF útgáfa fundargerðar
Innkauparáð 18.12.2015 - prentvæn útgáfa