Innkauparáð
INNKAUPARÁÐ
Ár 2004, miðvikudaginn 14. janúar, var haldinn 36. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.30. Viðstaddir voru Hrólfur Ölvisson, Jóhannes Sigursveinsson og Haukur Leósson. Jafnframt sátu fundinn Sjöfn Kristjánsdóttir frá Innkaupastofnun og Ólafur Kr. Hjörleifsson, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram bréf forstöðumanns Fasteignastofu frá 13. þ.m. varðandi kaup á gervigrasi á þrjá gervigrasvelli og tvo sparkvelli, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði Syntech as. í þrjá gervigrasvelli að fjárhæð kr. 82.133.743,- og í tvo sparkvelli að fjárhæð kr. 9.933.688,-. Jafnframt lagt fram afrit af kæru Hoffells til kærunefndar útboðsmála, dags. 23. f.m., ásamt ákvörðun kærunefndar í málinu (mál nr. 39/2003), dags. 9. þ.m., sbr. einnig 4. lið fundargerðar innkauparáðs frá 5. f.m. Erindi forstöðumanns Fasteignastofu samþykkt. Guðmundur Pálmi Kristinsson, Kristinn J. Gíslason og Þorkell Jónsson frá Fasteignastofu og Ómar Einarsson frá Íþrótta- og tómstundaráði sátu fundinn við meðferð málsins.
2. Lagt fram bréf forstöðumanns Fasteignastofu frá 5. þ.m. varðandi byggingu við Breiðagerðisskóla, þar sem lagt er til að tekið verði tilboði lægstbjóðanda, Framkvæmdar ehf., að fjárhæð kr. 138.995.670,-. Jafnframt lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 6. s.m. varðandi skoðun á fjárhag Framkvæmdar ehf. Erindi forstöðumanns Fasteignastofu samþykkt. Guðmundur Pálmi Kristinsson, Kristinn J. Gíslason og Þorkell Jónsson frá Fasteignastofu sátu fundinn við meðferð málsins.
3. Lagt fram bréf forstöðumanns Fasteignastofu, dags. í dag, varðandi val á þátttakendum í lokuðu útboði vegna lagnakerfa í Sundmiðstöð í Laugardal, þar sem lagt er til að valdir verði eftirtaldir aðilar: Alhliða pípulagnir sf., Bunustokkur ehf., Rennsli ehf. og Keflavíkurverktakar ehf. Samþykkt. Guðmundur Pálmi Kristinsson, Kristinn J. Gíslason og Þorkell Jónsson frá Fasteignastofu sátu fundinn við meðferð málsins.
4. Lagt fram að nýju bréf forstöðumanns Fasteignastofu frá 5. f.m. varðandi byggingu nýs grunnskóla í Staðahverfi, ásamt fylgigögnum, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði Ístaks hf. að upphæð kr. 469.143.966,-. Jafnframt lögð fram að nýju eftirtalin gögn: Athugasemdir Íslenskra aðalverktaka hf., dags. 11. nóvember s.l., afrit bréfs forstjóra Innkaupastofnunar til bjóðenda í verkið, dags. 4. desember s.l., afrit bréfs forstjóra Innkaupastofnunar til Eyktar ehf., dags. 11. desember s.l., og athugasemdir Eyktar ehf., dags. 16. desember s.l. Þá er lagt fram afrit bréfs Ístaks hf. til Innkaupastofnunar, dags. 25 nóvember s.l., ásamt álitsgerð Othars Arnar Petersen hrl., dags. s.d. Loks er lagt fram bréf Jóhannesar Karls Sveinssonar hrl., f.h. Íslenskra Aðalverktaka hf., dags. 5. þ.m. Frestað. Guðmundur Pálmi Kristinsson og Þorkell Jónsson frá Fasteignastofu sátu fundinn við meðferð málsins.
5. Lagt fram yfirlit Innkaupastofnunar frá 9. þ.m. yfir veitta þjónustu við stofnanir og fyrirtæki borgarinnar í desember 2003.
6. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 13. þ.m. varðandi fyrirspurn innkauparáðs um kaup á kjöti og kjötvörum fyrir Reykjavíkurborg og stofnanir hennar, sbr. 6. liður fundargerðar ráðsins frá 30. f.m. Innkauparáð leggur áherslu á að flýtt verði undirbúningi útboðs á þeim vörutegundum sem taldar eru upp í bréfi forstjóra. Útboðslýsing verði kynnt ráðinu áður en til útboðs kemur.
Fundi slitið kl. 14.30.
Hrólfur Ölvisson
Jóhannes Sigursveinsson Haukur Leósson