Innkauparáð
INNKAUPARÁÐ
Ár 2015, föstudaginn 4. desember var haldinn 358. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12:20. Viðstaddir voru Kjartan Valgarðsson, Kristján Freyr Halldórsson og Börkur Gunnarsson. Auk þeirra sat Ásgerður Jóna Flosadóttir áheyrnarfulltrúi fundinn. Einnig sat fundinn Jón Pétur Skúlason frá embætti borgarlögmanns, Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir og Hrólfur Sigurðsson frá innkaupadeild Reykjavíkurborgar.
Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram erindi skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar dags. 12. nóvember sl., varðandi heimild til fyrri framlengingar á samningi Öryggismiðstöðvar Íslands ehf., um eitt ár eða til 1. júlí 2017, vegna öryggisgæslu fyrir Reykjavíkurborg – EES útboð nr. 12581. R11020050.
Samþykkt.
Berglind Söebech tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
2. Lagt fram erindi skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar dags. 1. desember sl., þar sem lagt er til að taka tilboði Heklu hf. sem átti eina tilboðið sem barst í útboði nr. 13630 Metanbifreiðar, smábifreiðar. R151140084.
Samþykkt.
Ólafur I. Halldórson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
3. Lagt fram erindi Reykjavíkurborgar, skrifstofu borgarstjóra og borgarritara dags. 24. nóvember sl., varðandi heimild til að viðhafa samkeppnisviðræður um kaup á hugbúnaði sem hefur þá eiginleika að draga saman stjórnendaupplýsingar úr mismunandi upplýsingakerfum. R1501076.
Samþykkt.
Þórhildur Ósk Halldórsdóttir og Skúli Gunnsteinsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
4. Lagt fram erindi velferðasviðs Reykjavíkurborgar dags. 30. nóvember sl., varðandi beiðni um að víkja frá innkaupaferli á grundvelli 11. gr. og i og f-liða 13. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar, vegna samnings við Intellecta ehf. um fræðslu og ráðgjöf við atvinnuleit. R1501076.
Samþykkt.
Kristjana Gunnarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
5. Lagt fram erindi fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar dags. 4. desember 2015 varðandi heimild til samningsviðauka við samning Advania hf., til 3ja mánaða vegna mannauðs- og launakerfis Reykjavíkurborgar.
Samþykkt.
Ívar Örn Ívarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
6. Lagt fram yfirlit skrifstofu þjónustu- og reksturs Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup yfir 1. m.kr. fyrir 1.- 2. og 3. ársfjórðung 2015. R15010076.
Innkauparáð gerir ekki athugasemdir við framlagt yfirlit.
7. Lagt fram yfirlit innkaupadeildar Reykjavíkurborgar yfir verkefni innkaupadeildar f.h. skrifstofa og sviða í nóvember 2015. R15010074.
Innkauparáð gerir ekki athugasemdir við framlagt yfirlit.
Fundi slitið kl. 12:59
Kjartan Valgarðsson (sign)
Kristján Freyr Halldórsson (sign) Börkur Gunnarsson (sign)
PDF útgáfa fundargerðar
Innkauparáð 4.12.2015 - prentvæn útgáfa