Innkauparáð
INNKAUPARÁÐ
Ár 2015, föstudaginn 13. nóvember var haldinn 357. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12:19. Viðstaddir voru Kjartan Valgarðsson, Kristján Freyr Halldórsson og Börkur Gunnarsson. Einnig sat fundinn Eyþóra K. Geirsdóttir frá embætti borgarlögmanns, Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir og Hrólfur Sigurðsson frá innkaupadeild Reykjavíkurborgar.
Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram erindi skrifstofu þjónustu og reksturs Reykjavíkurborgar dags. 10. nóvember sl., varðandi heimild til að undanþiggja samning frá skyldu til að nota innkaupaferli á grundvelli b. liðar 13. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar varðandi reksturs mötuneytisþjónustu vegna mötuneytis starfsfólks Reykjavíkurborgar í Borgartúni 12-14 og í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Samþykkt.
Halldór Nikulás Lárusson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
2. Lagt fram erindi innkaupadeildar Reykjavíkurborgar dags. 10. nóvember sl., þar sem lagt er til að samið verði við lægstbjóðanda Fjarskipti hf. í hluta 1 Símaþjónusta, einnig er lagt að samið verði við Nova ehf., Nýherja hf., Fjarskipti hf., Opin kerfi ehf. og Símann hf. í hluta 2 Símtæki, í EES útboði nr. 13386 Símaþjónusta og símtæki. R15090070.
Samþykkt.
3. Lagt fram erindi innkaupadeildar Reykjavíkurborgar dags. 11. nóvember sl., varðandi heimild til annarrar framlengingar á rammasamningi nr. 13086 Túlka- og þýðingaþjónusta um allt að eitt ár eða til 11. nóvember 2016. R13070180.
Samþykkt.
4. Lagt fram yfirlit menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup yfir 1. m.kr. fyrir 3. ársfjórðung 2015. R15010076.
Innkauparáð gerir ekki athugasemdir við framlagt yfirlit.
5. Lagt fram yfirlit upplýsingatæknideildar Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup yfir 1. m.kr. fyrir 1.- 2. og 3. ársfjórðung 2015. R15010076.
Innkauparáð óskar eftir frekari upplýsingum um þá samninga sem liggja að baki vörukaupum undir liðnum beinir samningar á framlögðu yfirliti.
6. Lagt fram yfirlit innkaupadeildar Reykjavíkurborgar yfir verkefni innkaupadeildar Reykjavíkurborgar f.h. skrifstofa og sviða í október 2015. R15010074.
Innkauparáð gerir ekki athugasemdir við framlagt yfirlit.
Fundi slitið kl. 12:56
Kjartan Valgarðsson (sign)
Kristján Freyr Halldórsson (sign) Börkur Gunnarsson (sign)
PDF útgáfa fundargerðar
Innkauparáð 13.11.2015 - prentvæn útgáfa