Innkauparáð - Fundur nr. 356

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2015, föstudaginn 23. október var haldinn 356. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12:17. Viðstaddir voru Kjartan Valgarðsson, Kristján Freyr Halldórsson og Börkur Gunnarsson. Einnig sat fundinn Eyþóra K. Geirsdóttir frá embætti borgarlögmanns og Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir frá innkaupadeild. 

Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir. 

Þetta gerðist:

1. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 21. október sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Wiium ehf., í útboði nr. 13583 Dalskóli 1. áfangi, leikskóli nýbygging - Uppsteypa og frágangur að utan. R15090091.

Samþykkt.

2. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 21. október sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Lóðaþjónustunnar ehf., í útboði nr. 13592 Smiðjustígur endurgerð, Laugavegur-Hverfisgata. R15090015.

Samþykkt.

Ámundi Brynjólfsson og Magnús Haraldsson taka sæti á fundinum undir liðum 1 og 2.

3. Lögð fram fjögur erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 21. október sl., varðandi heimild til framhaldskaupa vegna vinnu við 2. áfanga hverfisskipulags, á grundvelli örútboðs nr. 12991 innan rammasamnings nr. 12744 Sérfræðiþjónusta. R13040062.

Samþykkt.

Björn Axelsson og Hreinn Ólafsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

4. Lögð fram greining innkaupadeildar Reykjavíkurborgar og umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar varðandi kaup á sérfræðiþjónustu, sbr. bókun á 352. fundi þann 11. sept. sl. 

Innkauparáð gerir ekki athugasemdir við framlagðar greiningar.

Fundi slitið kl. 12:50

Kjartan Valgarðsson (sign)

Kristján Freyr Halldórsson (sign) Börkur Gunnarsson (sign)

PDF útgáfa fundargerðar
Innkauparáð 23.10.2015 - prentvæn útgáfa