Innkauparáð - Fundur nr. 355

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2015, föstudaginn 16. október, var haldinn 355. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12:17. Viðstaddir voru Kjartan Valgarðsson, Kristján Freyr Halldórsson og Elísabet Gísladóttir. Auk þeirra sat Ásgerður Jóna Flosadóttir áheyrnarfulltrúi fundinn. Einnig sat fundinn Eyþóra K. Geirsdóttir frá embætti borgarlögmanns og Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir frá innkaupadeild. 

Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir. 

Þetta gerðist: 

1. Lagt fram erindi skrifstofu umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 14. október sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Gleipni verktaka ehf., í útboði nr. 13602 Elliðaárdalur, Reykjanesbraut-Rafstöðvarvegur. Stígar og brýr. R15090095.

Samþykkt.

Ámundi Brynjólfsson og Magnús Haraldsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

2. Lagt fram erindi skrifstofu þjónustu- og reksturs, upplýsingatæknideildar Reykjavíkurborgar dags 14. október sl., varðandi heimild til framhaldskaupa við Samsýn um 2ja ára samning vegna LUKR, á grundvelli 25. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar.

Samþykkt. Innkauparáð óskar eftir að innkaupadeild skoði möguleg innkaupaferli með tilliti til annarra fyrirtækja sem geta boðið svipaða þjónustu, í samráði við SÞR og USK.

Eggert Ólafsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

3. Lagt fram yfirlit innkaupadeildar Reykjavíkurborgar yfir verkefni innkaupadeildar f.h. skrifstofa og sviða í september 2015. R15010074.

Innkauparáð gerir ekki athugasemdir við framlagt yfirlit.

4. Lagt fram erindi innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar dags. 11. september sl., varðandi umsögn embættis borgarlögmanns um innkaup upplýsingatæknideildar Reykjavíkurborgar yfir 1. m.kr. Með vísan í bókun á 333. fundi þann 19. desember 2014.

Innkauparáð gerir ekki athugasemdir við framlagt erindi.

Fundi slitið kl. 12:53

Kjartan Valgarðsson (sign)

Kristján Freyr Halldórsson (sign) Elísabet Gísladóttir (sign)