Innkauparáð - Fundur nr. 354

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2015, föstudaginn 2. október var haldinn 354. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12:17. Viðstaddir voru Kjartan Valgarðsson, Kristján Freyr Halldórsson og Elísabet Gísladóttir. Auk þeirra sat Ásgerður Jóna Flosadóttir áheyrnarfulltrúi fundinn. Einnig sat fundinn Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir frá  innkaupadeild. 

Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir. 

Þetta gerðist: 

1. Lagt fram erindi skrifstofu umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 29. september sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Hnit verkfræðistofu hf., í forvali/lokuðu útboði nr. 13584 Klettaskóli, viðbygging og endurbætur – Eftirlit. R15080057

Samþykkt.

Ámundi Brynjólfsson og Einar H. Jónsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

2. Lagt fram að nýju erindi skrifstofu umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 22. september sl., þar sem lagt er til að samið verði lægstbjóðanda Íslenska gámafélagið ehf., í EES útboði nr. 13573 Ámokstur á salti 2015-2018. R15070110. Frestað á síðasta fundi.

Samþykkt.

Fundi slitið kl. 12:24

Kjartan Valgarðsson (sign)

Kristján Freyr Halldórsson (sign) Elísabet Gísladóttir (sign)

PDF útgáfa fundargerðar
Innkauparáð 2.10.2015 - prentvæn útgáfa