Innkauparáð - Fundur nr. 353

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2015, föstudaginn 25. september var haldinn 353. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12:15. Viðstaddir voru Kjartan Valgarðsson, Kristján Freyr Halldórsson og Börkur Gunnarsson. Auk þeirra sat Ásgerður Jóna Flosadóttir áheyrnarfulltrúi fundinn. Einnig sat fundinn Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir og Grétar Þór Jóhannsson frá  innkaupadeild. 

Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir. 

Þetta gerðist: 

1. Lagt fram erindi skrifstofu umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 24. ágúst sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði Nýherja hf., sem átti hagstæðasta boð í útboði nr. 13513 Borgarleikhúsið - Hljóðkerfi. R15060097.

Samþykkt.

Magnús Haraldsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

2. Lagt fram erindi skrifstofu umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 22. september sl., þar sem lagt er til að samið verði lægstbjóðanda Íslenska gámafélagið ehf., í EES útboði nr. 13573 Ámokstur á salti 2015-2018. R15070110.

Kl. 12:26 tekur Eyþóra K. Geirsdóttir hjá embætti borgarlögmanns sæti á fundinum. 

Frestað.

3. Lagt fram erindi skrifstofu umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 18. september sl., þar sem lagt er til að samið verði lægstbjóðanda Garðlist ehf., í EES útboði nr. 13574 Vetrarþjónusta göngu- og hjólaleiða 2015-2018. R15070111.

Samþykkt.

Björn Ingvarsson tekur sæti á fundinum undir liðum 2 og 3.

4. Lagt fram erindi innkaupadeildar Reykjavíkurborgar dags. 23. september sl., varðandi heimild til framlengingar á rammasamningi nr. 13091 Eldsneyti um sex mánuði eða til 30. mars 2016. R13080018.

Samþykkt.

5. Lögð fram umsögn embættis borgarlögmanns dags. 24. september sl., varðandi kvörtun Bjössa ehf., á niðurstöðu í útboð i nr. 13523 Gönguleiðir og ræktun 2015. Bókað á fundi 7. ágúst 2015. R15050105.

Innkauparáð vísar kvörtuninni frá á grundvelli umsagnar embættis borgarlögmanns.

6. Lögð fram til kynningar kæra Sæsteins ehf. til kærunefndar útboðsmála vegna rammasamnings nr. 13456 Sjávarfang. R15060069.

Fundi slitið kl. 12:54

Kjartan Valgarðsson (sign)

Kristján Freyr Halldórsson (sign) Börkur Gunnarsson (sign)