Innkauparáð - Fundur nr. 352

Innkauparáð

Ár 2015, föstudaginn 11. september var haldinn 352. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12:15. Viðstaddir voru Kjartan Magnússon, Kristján Freyr Halldórsson og Börkur Gunnarsson. Einnig sat fundinn Jón Pétur Skúlason frá embætti borgarlögmanns, Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir og Grétar Þ. Jóhannsson frá innkaupadeild. 

Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir. 

Þetta gerðist: 

1. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 9. september sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði Sýrussonar ehf., sem átti hagstæðasta tilboð í alla hluta í útboði nr. 13537 Borgarleikhús – Húsgögn. R15060049.

Samþykkt.

2. Lagt fram yfirlit fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar-fjárstýringadeild varðandi einstök innkaup yfir 1. m. kr. fyrir 1.- 2. ársfjórðung 2015. R15010076.

Innkauparáð gerir ekki athugasemdir við framlagt yfirlit.

3. Lagt fram yfirlit umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup yfir 1. m. kr. fyrir 1.- 2. ársfjórðung 2015. R15010076.

Innkauparáð óskar eftir því að farið verði í greiningarvinnu um kaup á sérfræðiþjónustu og gerir ekki aðrar athugasemdir við framlagt yfirlit. Ákveðið að taka málið fyrir aftur á fundi innan þriggja vikna.

4. Lagt fram yfirlit innkaupadeildar Reykjavíkurborgar yfir verkefni innkaupadeildar f.h. skrifstofa og sviða í ágúst 2015. R15010074.

Innkauparáð gerir ekki athugasemdir við framlagt yfirlit.

Fundi slitið kl. 12:40

Kjartan Valgarðsson (sign)

Kristján Freyr Halldórsson (sign) Börkur Gunnarsson (sign)