Innkauparáð - Fundur nr. 351

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2015, föstudaginn 21. ágúst, var haldinn 351. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12:15. Viðstaddir voru Magnea Guðmundsdóttir og Dóra Magnúsdóttir. Auk þeirra sat Ásgerður Jóna Flosadóttir áheyrnarfulltrúi fundinn. Einnig sat fundinn Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir innkaupadeild. 

Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir. 

Þetta gerðist: 

1. Lagt fram erindi skrifstofu umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 18. ágúst sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda, Urðar og Grjóts ehf., í útboði nr. 13568 Bústaðavegur, hjólastígur Hörgsland–Stjörnugróf 2015. R15070090.

Samþykkt.

Ólafur Már Stefánsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

2. Lagt fram erindi skrifstofu umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 19. ágúst sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Ístaks Ísland hf., í EES forvali/lokuðu útboði nr. 13468 Klettaskóli - Viðbygging og endurbætur á eldra húsnæði. R15040096.

Kl. 12:28 tekur Eyþóra K. Geirsdóttir frá embætti borgarlögmanns sæti á fundinum.

Samþykkt.

Agnar Guðlaugsson og Einar H. Jónsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

3. Lagt fram erindi skrifstofu þjónustu- og reksturs, upplýsingatæknideildar Reykjavíkurborgar dags. 10. ágúst sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Opinna kerfa ehf., í útboði nr. 13563 Microsoft School hugbúnaðarleyfi. R15070034.

Kl. 12:30 tekur Grétar Þór Jóhannsson innkaupadeild sæti á fundinum.

Samþykkt.

Helga S. Kristjánsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

4. Lagt fram erindi skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar dags. 18. ágúst sl., varðandi heimild til samningskaupa við Skólamat ehf., á grundvelli 21. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar vegna framleiðslu og framreiðslu á mat fyrir Vesturbæjarskóla skólaárið 2015–2016. R15070032.

Samþykkt.

Herborg Svana Hjelm tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

5. Lagt fram erindi innkaupadeildar Reykjavíkurborgar dags. 17. ágúst sl., þar sem lagt er til að samið verði við Fiskbúðina Sæbjörgu ehf., Sjófisk Sjávarfisk ehf. og Hafið fiskverslun ehf. í hluta 1 og Fiskbúðina Sæbjörgu ehf., Sjófisk Sjávarfisk ehf. og Norðanfisk ehf. í hluta 2 í EES rammasamningi nr. 13456 Sjávarfang. R150700.

Samþykkt.

6. Lagt fram erindi innkaupadeildar Reykjavíkurborgar dags. 19. ágúst sl., þar sem lagt er til að samið verði við Hópferðamiðstöðina Trex ehf. í hluta 1 og Hópferðamiðstöðina Trex ehf., Hópbíla hf. og Teit Jónasson ehf., í hluta 2 og 3 í EES rammasamningi nr. 13565 Hópbifreiðaþjónusta fyrir Reykjavíkurborg. R15070093.

Samþykkt.

Kl. 12:56 víkur Grétar Þór Jóhannsson innkaupadeild sæti á fundinum.

7. Lagt fram yfirlit menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup yfir 1. m.kr. fyrir 2. ársfjórðung 2015. R15010076.

Innkauparáð gerir ekki athugasemdir við framlagt yfirlit.

8. Lagt fram yfirlit skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup yfir 1 m.kr. fyrir 1. og 2. ársfjórðung 2015. R15010076.

Innkauparáð gerir ekki athugasemdir við framlagt yfirlit.

9. Lagður fram til kynningar úrskurður kærunefndar útboðsmála í máli nr. 4/2015: Rammasamningur um tölvu- og netbúnað nr. 13119 - Optima ehf. gegn Reykjavíkurborg. R14120127.

Fundi slitið kl. 13:04

Magnea Guðmundóttir (sign)

Dóra Magnúsdóttir (sign)

PDF útgáfa fundargerðar
Innkauparáð 21.8.2015 - prentvæn útgáfa