Innkauparáð - Fundur nr. 350

Innkauparáð

Ár 2015, föstudaginn 7. ágúst var haldinn 350. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12:15. Viðstaddir voru Magnea Guðmundsdóttir og Dóra Magnúsdóttir. Einnig sat fundinn Jón Pétur Skúlason frá embætti borgarlögmanns. 

Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir. 

Þetta gerðist:

1. Lagt fram erindi skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar dags. 4. ágúst sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda N1 hf., í útboði nr. 13566 Kaup á 240 L grænum og 120 L gráum sorptunnum. R15070058.

Samþykkt.

Ólafur I. Halldórsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

2. Lögð fram kvörtun Björns Sigurðssonar f.h. Bjössa ehf., varðandi niðurstöðu á útboði nr. 13523 Gönguleiðir og ræktun 2015. R15050105.

Innkauparáð óskar eftir umsögn embættis borgarlögmanns varðandi málið.

3. Lagt fram yfirlit innkaupadeildar Reykjavíkurborgar yfir verkefni innkaupadeildar f.h. skrifstofa og sviða í júní og júlí 2015. R15010074.

Innkauparáð gerir ekki athugasemdir við framlögð yfirlit.

4. Lagt fram yfirlit umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup yfir 1. m.kr. fyrir 1. ársfjórðung 2015. R15010076.

Innkauparáð gerir ekki athugasemdir við framlagt yfirlit.

Fundi slitið kl. 12:51

Magnea Guðmundsdóttir (sign)

Dóra Magnúsdóttir (sign)