Innkauparáð
INNKAUPARÁÐ
Ár 2003, þriðjudaginn 30. desember, var haldinn 35. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 14.00. Viðstaddir voru Hrólfur Ölvisson, Jóhannes Sigursveinsson og Haukur Leósson. Jafnframt sátu fundinn Stefán Stefánsson frá Innkaupastofnun og Ólafur Kr. Hjörleifsson, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram bréf gatnamálastjóra frá 8. þ.m. varðandi kaup á salti til hálkuvarna fyrir árin 2004-2008, þar sem lagt er til að tekið verði tilboði Saltkaupa hf., samtals að heildarfjárhæð kr. 242.145.000,-. Jafnframt lagt fram bréf Innkaupastofnunar, dags. í dag, um skoðun á fjárhag félagsins. Erindi gatnamálastjóra samþykkt. Gatnamálastjóri sat fundinn við meðferð málsins.
2. Lagt fram bréf gatnamálastjóra frá 11. þ.m. varðandi hreinsun holræsa árin 2004-2008, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði Bólholts ehf., samtals að fjárhæð kr. 63.829.400,-. Jafnframt lagt fram bréf Innkaupastofnunar, dags. í dag, um skoðun á fjárhag félagsins. Erindi gatnamálastjóra samþykkt. Gatnamálastjóri sat fundinn við meðferð málsins.
3. Lagt fram bréf gatnamálastjóra frá 16. þ.m. þar sem óskað er eftir heimild til að framlengja eftirtalda verksamninga sem hér segir: a) Grassláttur og snjóhreinsun, Hreinsitækni ehf., til ársloka 2004, heildarkostnaður um kr. 30.000.000,-. b) Hreinsun gatna og gönguleiða, Hreinsitækni ehf., til ársloka 2006, heildarkostnaður um kr. 180.000.000,-. c) Hreinsun ruslastampa í miðborginni, Hreinsitækni ehf., til ársloka 2006, heildarkostnaður um kr. 11.000.000,-. d) Grassláttur í Fossvogi, Fræsun ehf., til ársloka 2004, heildarkostnaður um kr. 7.000.000,-. Jafnframt lagt fram bréf Innkaupastofnunar, dags. í dag, um skoðun á fjárhag Hreinsitækni ehf. Erindi gatnamálastjóra samþykkt. Samþykki á d-lið er þó háð þeim fyrirvara að Fræsun ehf. standist skoðun Innkaupastofnunar á fjárhag. Gatnamálastjóri sat fundinn við meðferð málsins.
4. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundaráðs frá 29. þ.m. um tilboð í smíði íþrótta- og sýningarhallar í Laugardal og endurbyggingu hluta Laugardalshallar, ásamt lóðarframkvæmdum. Jafnframt lagt fram bréf verkefnisstjóra verkefnisins og stjórnarformanns Íþrótta- og sýningarhallarinnar hf. og Fasteignafélagsins Laugardals ehf. frá 22. s.m., ásamt fylgigögnum, þar sem fram kemur að ákveðið hafi verið að taka tilboði Eyktar hf. í verkið að fjárhæð kr. 1.093.840.036,-. Innkauparáð samþykkir málið fyrir sitt leyti. Framkvæmdastjóri íþrótta- og tómstundaráðs og stjórnarformaður Íþrótta- og sýningarhallarinnar hf. og Fasteignafélagsins Laugardals ehf., sátu fundinn við meðferð málsins.
5. Lagt fram að nýju bréf forstöðumanns Fasteignastofu frá 5. þ.m. varðandi byggingu nýs grunnskóla í Staðahverfi, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði Ístaks hf. að upphæð kr. 469.143.966,-, ásamt fylgigögnum. Jafnframt lagt fram að nýju afrit af bréfi forstjóra Innkaupastofnunar til bjóðenda í verkið, dags. 4. s.m. Þá eru lagðar fram athugasemdir Íslenskra aðalverktaka hf. frá 11. f.m. og athugasemdir Eyktar ehf. frá 16. þ.m. ásamt afriti af bréfi forstjóra Innkaupastofnunar til Eyktar ehf. frá 11. s.m. Frestað. Guðmundur Pálmi Kristinsson og Þorkell Jónsson frá Fasteignastofu sátu fundinn við meðferð málsins.
6. Samþykkt að óska eftir upplýsingum frá Innkaupastofnun um hvernig háttað sé kaupum á kjöti og kjötvörum fyrir Reykjavíkurborg og stofnanir hennar.
Fundi slitið kl. 15.00.
Hrólfur Ölvisson
Jóhannes Sigursveinsson Haukur Leósson