Innkauparáð - Fundur nr. 349

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2015, föstudaginn 17. júlí var haldinn 349. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12:15. Viðstaddir voru S. Björn Blöndal og Elísabet Gísladóttir. Einnig sat fundinn Eyþóra Kristín Geirsdóttir frá embætti borgarlögmanns, Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir frá innkaupadeild. 

Fundarritari var Grétar Þór Jóhannsson. 

Þetta gerðist: 

1. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 7. júlí sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda, Hilmars D. Ólafssonar ehf. í EES útboði nr. 13533 Vetrarþjónusta gatna í Reykjavík 2015-2018 – Útboð II. R15050173.

Samþykkt.

Björn Ingvarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

2. Lagt fram erindi Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, þar sem lagt er til að taka aðaltilboði frá Doppelmayr skíðalyftum ehf. í útboði  nr. 13434 Kaup  á snjótroðara. R15030202. 

Samþykkt.

Magnús Árnason tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

3. Lagt fram erindi skrifstofu þjónustu og reksturs Reykjavíkurborgar varðandi heimild til samningskaupa að undangenginni auglýsingu: Netbúnaður, örútboð nr. 13551. R14120127. 

Samþykkt.

Eggert Ólafsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

4. Lagt fram erindi skrifstofu þjónustu og reksturs Reykjavíkurborgar varðandi heimild til framhaldskaupa /samningsviðauka sérfræðiþjónustu frá Microsoft. R15030127. 

Samþykkt.

Eggert Ólafsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Fundi slitið kl. 12:29

S. Björn Blöndal (sign)

Elísabet Gísladóttir (sign)

PDF útgáfa fundargerðar
Innkauparáð 17.7.2015 - prentvæn útgáfa