Innkauparáð - Fundur nr. 348

Innkauparáð

Ár 2015, föstudaginn 3. júlí var haldinn 348. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12:15. Viðstaddir voru Dóra Magnúsdóttir, Magnea Guðmundsdóttir og Börkur Gunnarsson. Auk þeirra sat Ásgerður Jóna Flosadóttir áheyrnarfulltrúi fundinn. Einnig sat fundinn Eyþóra Kristín Geirsdóttir frá embætti borgarlögmanns, Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir frá innkaupadeild. 

Fundarritari var Grétar Þór Jóhannsson. 

Þetta gerðist: 

1. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 1. júlí sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði  Metatron ehf., sem átti lægsta gilda tilboð í útboði nr. 13539 Valsvöllur. Gervigras - keppnisvöllur. R15060082. 

Samþykkt.

2. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 1. júlí  sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda, Gleipni verktaka ehf., í útboði nr. 13536 Bústaðavegur hjólastígur. Háaleitisbraut – Hörgsland 2015. R15060043. 

Samþykkt.

3. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 1. júlí sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda, Ístak Ísland hf., í lokuðu útboði nr. 13406 Viðbygging við Sundhöll Reykjavíkur. R15030027. 

Samþykkt.

4. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar dags. júní sl., þar sem lagt er til að gegnið verði að tilboði lægstbjóðanda Lóðaþjónustunnar ehf. í útboð nr. 13519 Betri hverfi 2015 – Austur. R15050163.

Samþykkt.

5. Lögð fram greinargerð umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 1. júlí  sl., varðandi samningskaup nr. 13512 Betri hverfi 2015 – Vestur sem samþykkt var á fundi innkauparáðs 19. júní sl. Einnig lagt fram bréf Lóðaþjónustunnar ehf., varðandi málið. R15050058.

Innkauparáð gerir ekki athugasemd við  greinargerð umhverfis- og skipulagssviðs.

Ámundi Brynjólfsson, tók sæti á fundinum vegna mála 1-5.

6. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 29. júní sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda, Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf., í EES útboði nr. 13532 Vetrarþjónusta gatna í Reykjavík 2015-2018 – Útboð I. R15050172.

Samþykkt.

7. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 29. júní sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda, Íslenska gámafélaginu ehf., í EES útboði nr. 13534 Vetrarþjónusta gatna í Reykjavík 2015-2018 – Útboð III. R15050174.

Samþykkt.

Björn Ingvarsson tók sæti á fundinum vegna mála 6-7.

8. Lagt fram erindi skrifstofu  þjónustu- og rekstars Reykjavíkurborgar dags. 1 júlí sl., varðandi heimild til framhaldskaupa/samningsviðauka sérfræðiþjónustu frá Gartner Group. R15070005

Samþykkt.

Óskar Sandholt tók sæti á fundinum vegna máls 8.

9. Lagt fram erindi fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar varðandi niðurstöðu samningskaupaviðræna um endurbætur á fjárhagsupplýsingakerfi 

Samþykkt.

Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir lagði málið fram fyrir hönd fjármálaskrifstofu. 

Fundi slitið kl. 13:14

Dóra Magnúsdóttir (sign)

Magnea Guðmundsdóttir (sign) Börkur Gunnarsson (sign)