Innkauparáð - Fundur nr. 347

Innkauparáð

Ár 2015, föstudaginn 19. júní var haldinn 347. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 10:00. Viðstaddir voru Kjartan Valgarðsson og Magnea Guðmundsdóttir. Auk þeirra sat Ásgerður Jóna Flosadóttir áheyrnarfulltrúi fundinn. Einnig sat fundinn Eyþóra K. Geirsdóttir frá embætti borgarlögmanns, Hrólfur Sigurðsson, Grétar Þ. Jóhannsson og Ólafur Steingrímsson frá innkaupadeild. 

Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir. 

Þetta gerðist: 

1. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 12. júní sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda, Jarðvals sf., í útboði nr. 13507 Fellsvegur, gatna- og brúargerð. R15050033. 

Samþykkt.

Ólafur M. Stefánsson tók sæti á fundinum vegna málsins.

2. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 16. júní sl., þar sem lagt er til að eina tilboðinu  sem barst í útboði nr. 13512 Betri hverfi 2015 – Vestur, sé hafnað þar sem það er verulega yfir kostnaðaráætlun. Jafnframt er farið fram á heimild innkauparáðs til að fara í samningskaup vegna útboðs nr. 13512 Betri hverfi 2015 – Vestur, með vísan í 21. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar. R15050058. 

Samþykkt.

Ólafur Ólafsson tók sæti á fundinum vegna málsins.

3. Lagt fram erindi skrifstofu þjónustu- og reksturs- upplýsingatæknideildar Reykjavíkurborgar dags. 15. júní sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði, Opinna kerfa ehf., sem átti eina tilboðið sem barst í útboði nr. 13504 Microsoft Campus hugbúnaðarleyfi. R15050164.

Samþykkt.

Helga Sigrún Kristjánsdóttir tók sæti á fundinum vegna málsins.

4. Lagt fram erindi skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar dags. 16. júní sl., varðandi heimild til fyrri framlengingar á samningi Hreint ehf., og á samningi ISS Ísland ehf., um eitt ár, vegna ræstingar í leikskólum Reykjavíkurborgar ásamt tveimur frístundaheimilum – útboð nr. 13082. R13090134.

Samþykkt.

Sverrir Friðþjófsson tók sæti á fundinum vegna málsins.

5. Lagt fram erindi innkaupadeildar Reykjavíkurborgar dags. 15. júní sl., varðandi heimild til seinni framlengingar á rammasamningi nr. 13037 Ritföng og skrifstofuvörur, um eitt ár. R13050030.

Samþykkt.

6. Lagt fram erindi innkaupadeildar Reykjavíkurborgar dags. 15. júní sl., varðandi heimild til seinni framlengingar á rammasamningi nr. 12998  Kjötvörur, um eitt ár. R13050031.

Samþykkt.

Fundi slitið kl. 10.29

Kjartan Valgarðsson (sign)

Magnea Guðmundsdóttir (sign)