Innkauparáð
Ár 2015, föstudaginn 5. júní var haldinn 346. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12:23. Viðstaddir voru Kjartan Valgarðsson, Magnea Guðmundsdóttir og Börkur Gunnarsson. Einnig sat fundinn Jón Pétur Skúlason frá embætti borgarlögmanns og Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir frá innkaupadeild.
Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram erindi velferðasviðs Reykjavíkurborgar dags. 27. maí sl., varðandi heimild til að ganga til samninga við Rannsóknir og greiningu ehf., á grundvelli b. liðar 22. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar. R11030007.
Samþykkt.
Berglind Rós Gunnarsdóttir og Stefanía Sörheller tóku sæti á fundinum undir þessum lið.
2. Lagt fram erindi borgarráðs dags. 29. maí sl., varðandi tillögu borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um nýja innkaupastefnu. Innkauparáði falið að skoða og meta hvort ástæða sé til að endurskoða innkaupastefnu Reykjavíkurborgar.
Frestað.
3. Lagt fram yfirlit innkaupadeildar Reykjavíkurborgar dags. 2. júní sl., yfir verkefni skrifstofa og sviða hjá innkaupadeild í maí 2015. R15010074.
Innkauparáð gerir ekki athugasemdir við framlagt yfirlit.
Fundi slitið kl. 12:51
Kjartan Valgarðsson (sign)
Magnea Guðmundsdóttir (sign) Börkur Gunnarsson (sign)