Innkauparáð
Ár 2015, föstudaginn 8. maí var haldinn 344. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12:19. Viðstaddir voru Kjartan Valgarðsson, Magnea Guðmundsdóttir og Börkur Gunnarsson. Auk þeirra sat Ásgerður Jóna Flosadóttir áheyrnarfulltrúi fundinn. Einnig sat fundinn Jón Pétur Skúlason frá embætti borgarlögmanns, Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir og Hrólfur Sigurðsson frá innkaupadeild.
Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram erindi fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar dags. 7. maí sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði Applicon ehf. sem átti eina tilboðið sem barst í samkeppnisviðræðum nr. 13146 Mannauðs- og launahugbúnaður fyrir Reykjavíkurborg. R14080030.
Samþykkt.
Birgir Björn Sigurjónsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
2. Lagt fram erindi velferðasviðs Reykjavíkurborgar dags. 5. maí sl., varðandi beiðni um heimild til að víkja frá innkaupaferli á grundvelli i-liðar 13. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar vegna samnings um starfsemi Vinakots. R15010076.
Samþykkt.
Helga Jóna Benediktsdóttir og Kristjana Gunnarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
3. Lagt fram að nýju erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 28. apríl sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Suðurverks hf. í útboði nr. 13457 Klettaskóli, aðstaða og jarðvinna. R15030253. Frestað á síðasta fundi.
Samþykkt.
4. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 5. maí sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboðum Altís ehf. og Krummu ehf. sem stóðust kröfur útboðsgagna nr. 13403 Leikskóla- og skólalóðir, fallvarnar- og yfirborðsefni. R15020118.
Samþykkt.
5. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 5. maí sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda, Drafnarfells ehf. í útboði nr. 13472 Fræsun malbiksslitlaga í Reykjavík 2015. R15040085.
Samþykkt.
6. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 5. maí sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda, Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. í útboði nr. 13471 Malbiksyfirlagnir í Reykjavík 2015 – Útboð 1. Vestan Reykjanesbrautar. R15040084.
Samþykkt með tveimur atkvæðum. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins sat hjá.
7. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 5. maí sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda, Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. í útboði nr. 13473 Malbiksyfirlagnir í Reykjavík 2015 – Útboð 2. Austan Reykjanesbrautar. R15040086.
Samþykkt með tveimur atkvæðum. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins sat hjá.
Magnús Haraldsson og Theódór Guðfinnsson taka sæti á fundinum undir liðum 3-7.
8. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 5. maí sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda, Saltkaupa hf. í EES útboði nr. 13466 Götusalt 2015-2018. R15040040.
Samþykkt.
9. Lagt fram bréf Málflutningsstofu Reykjavíkur f.h. Kubbs ehf. dags. 6. maí sl., varðandi niðurstöðu í verðfyrirspurn nr. 13443 Kaup á bláum tunnum og kerjum undir úrgang.
Innkauparáð óskar eftir umsögn embættis borgarlögmanns varðandi málið.
10. Lagt fram yfirlit innkaupadeildar Reykjavíkurborgar dags. 4. maí sl., yfir verkefni skrifstofa og sviða hjá innkaupadeild í apríl 2015. R15010074.
Innkauparáð gerir ekki athugasemdir við framlagt yfirlit.
11. Lögð fram niðurstaða eftirlits innkaupadeildar Reykjavíkurborgar fyrir árið 2014 vegna rammasamnings nr. 13056 Fiskur, ferskur og frosinn. R14020107.
12. Lögð fram niðurstaða eftirlits innkaupadeildar Reykjavíkurborgar fyrir tímabilið 1. mars – 31. desember 2014 vegna rammasamnings nr. 13120 Grænmeti og ávextir. R14020107.
Fundi slitið kl. 13:13
Kjartan Valgarðsson (sign)
Magnea Guðmundsdóttir (sign) Börkur Gunnarsson (sign)