Innkauparáð - Fundur nr. 343

Innkauparáð

Ár 2015, miðvikudaginn 29. apríl var haldinn 343. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12:17. Viðstaddir voru Kjartan Valgarðsson, Kristján F. Halldórsson og Elísabet Gísladóttir. Auk þeirra sat Ásgerður Jóna Flosadóttir áheyrnarfulltrúi fundinn. Einnig sat fundinn Jón Pétur Skúlason frá embætti borgarlögmanns, Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir og Ólafur Steingrímsson frá innkaupadeild. 

Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir. 

Þetta gerðist: 

1. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 28. apríl sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Suðurverks hf., í útboði nr. 13457 Klettaskóli, aðstaða og jarðvinna. R15030253.

Frestað.

2. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 28. apríl sl., varðandi heimild til að nýta undanþáguheimild á grundvelli 27. gr. laga um opinber innkaup vegna kaupa á verkfræðiráðgjöf við grunn- og leikskóla í Úlfarsárdal.

Samþykkt.

Ámundi Brynjólfsson, Einar H. Jónsson og Guðmundur P. Kristinsson taka sæti á fundinum undir liðum 1 og 2.

3. Lagt fram erindi innkaupadeildar Reykjavíkurborgar dags. 24. apríl sl., varðandi heimild til framlengingar um 6 mánuði á samningi við Fjarskipti ehf. vegna Símaþjónustu fyrir Reykjavíkurborg, útboð nr. 12543. R10110046.

Samþykkt.

4. Lagt fram erindi innkaupadeildar Reykjavíkurborgar dags. 22. apríl sl., varðandi heimild til fyrri framlengingar á rammasamningi nr. 12588 Sorphirða fyrir Reykjavíkurborg, til 29. maí 2016. R11030038.

Samþykkt.

Fundi slitið kl. 12:37

Kjartan Valgarðsson (sign)

Kristján F. Halldórsson (sign) Elísabet Gísladóttir (sign)