Innkauparáð
Innkauparáð
Ár 2015, föstudaginn 17. apríl var haldinn 342. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12:22. Viðstaddir voru Magnea Guðmundsdóttir, Dóra Magnúsdóttir og Börkur Gunnarsson. Einnig sat fundinn Jón Pétur Skúlason frá embætti borgarlögmanns, Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir, Hrólfur Sigurðsson, Ólafur Steingrímsson og Grétar Þór Jóhannsson frá innkaupadeild.
Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 16. apríl sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði Kraftbindinga ehf., sem hlaut hæstu samanlögðu einkunn í Alútboði nr. 13408 Færanlegar kennslustofur 2015. R15020163.
Samþykkt.
Agnar Guðlaugsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
2. Lagt fram erindi innkaupadeildar Reykjavíkurborgar dags. 14. apríl sl., þar sem lagt er til að samið verði við Tölvulistann ehf., Advania hf., Nýherja hf., Skakkaturn ehf., Sensa ehf., Opin Kerfi hf. og Egilsson ehf. í EES útboði nr. 13119 Rammasamningur um tölvu- og netbúnað. R14120127.
Ráðinu kynnt að fram væri komin kæra vegna útboðsins til Kærunefndar útboðsmála.
Samþykkt.
3. Lagt fram erindi innkaupadeildar Reykjavíkurborgar dags. 15. apríl sl., þar sem lagt er til að samið verði við Slökkvitækjaþjónustuna ehf., í EES útboði nr. 13381 Rammasamningur um eftirlit með slökkvitækjum og öðrum eldvarnarbúnaði. R15020043.
Samþykkt.
4. Lagt fram til kynningar erindi borgarstjórans í Reykjavík dags. 25. mars sl., varðandi endurupptökubeiðni Hreint ehf., til borgarráðs vegna útboðs nr. 13276 Ræsting og bónun Lindargata 57-66. R14090042.
5. Lagt fram yfirlit innkaupadeildar Reykjavíkurborgar dags. 7. apríl sl., yfir verkefni skrifstofa og sviða við innkaupadeild í mars 2015. R15010074.
Innkauparáð gerir ekki athugasemdir við framlagt yfirlit.
Fundi slitið kl. 12:57
Magnea Guðmundsdóttir (sign)
Dóra Magnúsdóttir (sign) Börkur Gunnarsson (sign)
PDF útgáfa fundargerðar
Innkauparáð 17.4.2015 - prentvæn útgáfa