Innkauparáð - Fundur nr. 341

Innkauparáð

Ár 2015, föstudaginn 10. apríl, var haldinn 341. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12:19. Viðstaddir voru Kjartan Valgarðsson og Magnea Guðmundsdóttir. Einnig sátu fundinn Benedikt Hallgrímsson frá embætti borgarlögmanns og Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir frá innkaupadeild. 

Fundarritari var Hrólfur Sigurðsson. 

Þetta gerðist:

1. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 7. apríl sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda, 2k ehf í útboði nr. 13413 Kringlumýrarbraut. Miklabraut – Laugavegur. Stígagerð og veitur 2015. R15020208.

Samþykkt.

2. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 8. apríl sl., varðandi heimild til fyrri framlengingar á samningi við GSG ehf vegna útboðs nr. 13195 Yfirborðsmerkingar í Reykjavík 2014. R14030025.

Samþykkt.

3. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 8. apríl sl., varðandi heimild til fyrri framlengingar á samningi við Fagverk verktaka ehf vegna útboðs nr. 13202 Malbiksviðgerðir 2014. R14030187.

Samþykkt.

4. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 8. apríl sl., varðandi heimild til fyrri framlengingar á samningi við Tinnuberg ehf vegna útboðs nr. 13203 Gangstéttaviðgerðir 2014. R14030188.

Samþykkt.

Magnús Haraldsson og Theodór Guðfinnsson taka sæti á fundinum undir liðum 2 t.o.m. 4.

5. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 8. apríl sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Garðlistar ehf í útboði nr. 13435 Grassláttur við þjóðvegi í Reykjavík – Útboð I. R15030106.

Samþykkt.

6. Erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 8. apríl sl.,  þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Garðlistar ehf í útboði nr. 13437 Grassláttur við þjóðvegi í Reykjavík – Útboð III. R15030108.

Samþykkt.

7. Erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 8. apríl sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Garðlistar ehf í útboði nr. 13438 Grassláttur við þjóðvegi í Reykjavík – Útboð IV. R15030108.

Björn Ingvarsson tekur sæti á fundinum undir liðum 5 t.o.m. 7.

Samþykkt.

8. Erindi mannauðsdeildar, Skrifstofu borgarstjóra og borgarritara dags. 7. apríl sl., þar sem óskað er eftir heimild til að víkja frá innkaupaferli vegna þjónustu trúnaðarlæknis.

Auður Björgvinsdóttir tekur sæti undir lið 8.

Samþykkt.

Fundi slitið kl. 12:44

Kjartan Valgarðsson (sign)

Magnea Guðmundsdóttir (sign)