Innkauparáð - Fundur nr. 340

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2015, föstudaginn 27. mars var haldinn 340. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12:23. Viðstaddir voru Magnea Guðmundsdóttir og Elísabet Gísladóttir. Einnig sat fundinn Eyþóra K. Geirsdóttir frá embætti borgarlögmanns, Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir, Hrólfur Sigurðsson og Ólafur Steingrímsson frá innkaupadeild. 

Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir. 

Þetta gerðist:

1. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 25. mars sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði GT hreinsunar ehf sem átti lægsta gilda tilboð í útboði nr. 13410 Hlíðarendi – Jarðvinna 1. áfangi. R15020170.

Kl. 12:29 tekur Kjartan Valgarðsson sæti á fundinum.

Samþykkt.

Ársæll Jóhannsson og Magnús Haraldsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

2. Lagt fram erindi innkaupadeildar Reykjavíkurborgar dags. 25. mars sl., varðandi heimild til seinni framlengingar á rammasamningi nr. 12970 Matvara, tilbúnir réttir, funda- og veislumatur um eitt ár eða til 31. mars 2016. R13010246.

Samþykkt.

Fundi slitið kl. 12:45

Kjartan Valgarðsson (sign)

Magnea Guðmundsdóttir (sign) Elísabet Gísladóttir (sign)

PDF útgáfa fundargerðar
Innkauparáð 27.3.2015 - prentvæn útgáfa