Innkauparáð - Fundur nr. 34

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2003, miðvikudaginn 10. desember, var haldinn 34. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 14.00. Viðstaddir voru Hrólfur Ölvisson, Jóhannes Sigursveinsson og Haukur Leósson. Jafnframt sátu fundinn Sjöfn Kristjánsdóttir, forstjóri Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar, og Ólafur Kr. Hjörleifsson, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram yfirlit Innkaupastofnunar frá 3. þ.m. yfir veitta þjónustu við stofnanir og fyrirtæki borgarinnar í nóvember 2003.

2. Lagt fram að nýju bréf Innkaupastofnunar frá 21. f.m. varðandi athugasemdir Sjófisks ehf. við efndir samnings um fiskkaup fyrir grunnskóla í Reykjavík, ásamt bréfi Sjófisks ehf., dags. 17. s.m. Jafnframt lögð fram umsögn deildarstjóra rekstrardeildar Fræðslumiðstöðvar um málið, dags. 8. þ.m. Júlíus Sigurbjörnsson, deildarstjóri rekstrardeildar Fræðslumiðstöðvar, sat fundinn við meðferð málsins. 3. Lagt fram að nýju bréf gatnamálastjóra frá 19. f.m. varðandi fóðrun holræsa árin 2003-2006, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda, Hreinsibíla ehf., að fjárhæð kr. 180.832.156,-. Jafnframt lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunnar frá 9. þ.m. varðandi málið. Samþykkt. Sigurður I. Skarphéðinsson, gatnamálastjóri, sat fundinn við meðferð málsins.

4. Lagt fram bréf forstöðumanns Fasteignastofu frá 5. þ.m. varðandi byggingu nýs grunnskóla í Staðahverfi, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði Ístaks hf., að upphæð kr. 469.143.966,-. Jafnframt lagt fram afrit af bréfi forstjóra Innkaupastofnunar til bjóðenda í verkið, dags. 4. s.m. Frestað. Guðmundur Pálmi Kristinsson og Þorkell Jónsson frá Fasteignastofu sátu fundinn við meðferð málsins.

5. Lagt fram bréf forstöðumanns Fasteignastofu frá 8. þ.m. varðandi jarðvinnu vegna gerfigrasvallar Knattspyrnufélagsins Fylkis, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda, Mottó ehf., að upphæð kr. 36.933.882,-. Forstjóri Innkaupastofnunar óskaði bókað að Mottó ehf. hafi staðist fjárhagslega skoðun Innkaupastofnunar. Samþykkt. Guðmundur Pálmi Kristinsson og Þorkell Jónsson frá Fasteignastofu sátu fundinn við meðferð málsins.

Fundi slitið kl. 14.20.

Hrólfur Ölvisson

Jóhannes Sigursveinsson Haukur Leósson