Innkauparáð - Fundur nr. 339

Innkauparáð

Ár 2015, föstudaginn 20. mars var haldinn 339. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 13:01. Viðstaddir voru Kjartan Valgarðsson og Magnea Guðmundsdóttir. Auk þeirra sat Ásgerður Jóna Flosadóttir áheyrnarfulltrúi fundinn. Einnig sátu fundinn Jón Pétur Skúlason frá embætti borgarlögmanns, Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir og Hrólfur Sigurðsson frá innkaupadeild. 

Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir. 

Þetta gerðist:

1. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 17. mars sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði Lux ehf., sem átti lægsta gilda tilboð í útboði nr. 13405 Reykjavík City Theatre. Moving head LED luminaire. R15020145.

Samþykkt.

2. Lagt fram að erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 17. mars sl., varðandi heimild til viðbótarkaupa skv. 25. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar varðandi uppfærslu á stjórnbúnaði hringsviðs Borgarleikhússins, frá Stage Technologies Ltd. R15020115. Erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, sem frestað var á fundi 13. febrúar sl., er hér með dregið til baka.

Samþykkt.

Þorkell Jónsson tekur sæti á fundinum undir liðum 1 og 2. 

3. Lögð fram eftirlitsáætlun með innkaupum hjá Reykjavíkurborg á árinu 2015.

4. Lögð fram skýrsla innri endurskoðanda útgefin í janúar 2015 „Eftirfylgni með skýrslu. Innkaupaskrifstofa Reykjavíkurborgar – Innra eftirlit“. 

Einnig lögð fram umsögn innkaupadeildar fjármálaskrifstofu til borgarráðs dags. 28. febrúar sl., varðandi eftirfylgniskýrslu innri endurskoðanda.

5. Lagt fram erindi til borgarráðs dags. 28. febrúar sl., varðandi aðgerðaráætlun innkaupadeildar fjármálaskrifstofu í innkaupamálum.

6. Lagt fram yfirlit menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup yfir 1. m.kr. vegna 4. ársfjórðung 2014. R14010098.

Innkauparáð gerir ekki athugasemdir við framlagt yfirlit.

7. Lagt fram yfirlit innkaupadeildar Reykjavíkurborgar dags. 3. mars sl., yfir verkefni skrifstofa og sviða við innkaupadeild í febrúar 2015. R15010074.

Innkauparáð gerir ekki athugasemdir við framlagt yfirlit.

Fundi slitið kl. 13:36

Kjartan Valgarðsson (sign)

Magnea Guðmundsdóttir (sign)