Innkauparáð - Fundur nr. 337

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2015, föstudaginn 20. febrúar var haldinn 337. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12:15. Viðstaddir voru Magnea Guðmundsdóttir, Dóra Magnúsdóttir og Börkur Gunnarsson. Auk þeirra sat Ásgerður Jóna Flosadóttir áheyrnarfulltrúi fundinn. Einnig sátu fundinn Jón Pétur Skúlason lögfræðingur hjá embætti borgarlögmanns, Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir deildarstjóri innkaupadeildar, Ólafur Steingrímsson verkefnisstjóri innkaupadeild, Hrólfur Sigurðsson verkefnisstjóri innkaupadeild og Guðbjörg Eggertsdóttir innkaupadeild sem jafnframt ritaði fundargerð. 

Þetta gerðist:

1. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 18. febrúar sl., varðandi heimild til kaupa á “STREAM” búnaði frá Siemens / Smith og Norland hf fyrir miðlæga stýringu umferðarljósa. R05060117.

Samþykkt.

Ámundi Brynjólfsson og Stefán Agnar Finnsson umhverfis- og skipulagssviði sátu fundinn við afgreiðslu málsins.

2. Lagt fram að nýju erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 11. febrúar sl., varðandi heimild til að ganga að tilboði Polytan GmbH um endurnýjun á núverandi gervigrasi á félagssvæði Þróttar í Laugardal. R09060032. Frestað á fundi 13. febrúar sl. Einnig lögð fram umsögn embættis borgarlögmanns varðandi málið.

Samþykkt.

Ámundi Brynjólfsson og Einar H. Jónsson umhverfis- og skipulagssviði sátu fundinn við afgreiðslu málsins.

3. Lagt fram erindi innkaupadeildar Reykjavíkurborgar dags. 17. febrúar  sl., varðandi heimild til fyrri framlengingar á rammasamningi nr. 13120 Ferskt grænmeti og ávextir um eitt ár eða til 27. febrúar 2016. R13110153.

Samþykkt.

4. Lagt fram erindi innkaupadeildar Reykjavíkurborgar dags. 17. febrúar  sl., varðandi heimild til fyrstu framlengingar á rammasamningi nr. 13137  Drykkir, mat- og þurrvara um eitt ár eða til 10. mars 2016. R14010111.

Samþykkt.

5. Lagt fram erindi innkaupadeildar Reykjavíkurborgar dags. 17. febrúar  sl., varðandi heimild til seinni framlengingar á rammasamningi nr. 12950 Hreinlætisvörur um eitt ár eða til 17. mars 2016. R12120062.

Samþykkt.

- Kl. 12:55 vék Hrólfur Sigurðsson af fundi.

6. Lögð fram niðurstaða eftirlits innkaupadeildar Reykjavíkurborgar fyrir árið 2014 vegna rammasamnings nr. 12943 Alifuglakjöt.

Fundi slitið kl. 13:18

Magnea Guðmundsdóttir (sign)

Dóra Magnúsdóttir (sign) Börkur Gunnarsson (sign)

PDF útgáfa fundargerðar
Innkauparáð - 20.2.2015 - prentvæn útgáfa