Innkauparáð
INNKAUPARÁÐ
Ár 2015, föstudaginn 13. febrúar var haldinn 336. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12:16. Viðstaddir voru Kjartan Valgarðsson og Magnea Guðmundsdóttir. Auk þeirra sat Ásgerður Jóna Flosadóttir áheyrnarfulltrúi fundinn. Einnig sátu fundinn Jón Pétur Skúlason lögfræðingur hjá embætti borgarlögmanns, Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir deildarstjóri innkaupadeildar og Guðbjörg Eggertsdóttir innkaupadeild sem jafnframt ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 11. febrúar sl., varðandi heimild til samningskaupa við Stage Technologies Ltd, á grundvelli b-liðar 33. gr. laga um opinber innkaup og d-liðar 22. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar um uppfærslu á stjórnbúnaði hringsviðs Borgarleikhússins. R15020115.
Frestað, farið fram á álit embættis borgarlögmanns varðandi málið.
2. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 11. febrúar sl., varðandi heimild til að ganga að tilboði Polytan GmbH um endurnýjun á núverandi gervigrasi á félagssvæði Þróttar í Laugardal. R09060032.
Frestað, farið fram á álit embættis borgarlögmanns varðandi málið.
Þorkell Jónsson og Einar H. Jónsson umhverfis- og skipulagssviði sátu fundinn við afgreiðslu mála 1 og 2.
3. Lagt fram erindi borgarráðs dags. 30. janúar sl., varðandi umsögn um tillögu borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um nýja innkaupastefnu.
Innkauparáð lítur tillöguna jákvæðum augum.
4. Lagt fram yfirlit innkaupadeildar Reykjavíkurborgar yfir verkefni skrifstofa og sviða við deildina í janúar 2015. R15010074.
Innkauparáð gerir ekki athugasemdir við framlagt yfirlit.
Fundi slitið kl. 12:43
Kjartan Valgarðsson (sign)
Magnea Guðmundsdóttir (sign)
PDF útgáfa fundargerðar
Innkauparáð 13.2.2015 - prentvæn útgáfa