No translated content text
Innkauparáð
Ár 2015, föstudaginn 23. janúar var haldinn 335. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12:20. Viðstaddir voru Kjartan Valgarðsson og Magnea Guðmundsdóttir. Auk þeirra sat Ásgerður Jóna Flosadóttir áheyrnarfulltrúi fundinn. Einnig sátu fundinn Eyþóra K. Geirsdóttir lögfræðingur hjá embætti borgarlögmanns, Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir deildarstjóri innkaupadeildar, Hrólfur Sigurðsson verkefnisstjóri innkaupadeild og Guðbjörg Eggertsdóttir innkaupadeild sem jafnframt ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram erindi fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar dags. 21. janúar sl., varðandi heimild til beita samningskaupum án undangenginar útboðsauglýsingar vegna fjárhagsupplýsingakerfis Reykjavíkurborgar, til samræmis við b. lið 33. gr. laga um opinber innkaup. R15010076.
Samþykkt.
Kl. 12:35 tók Börkur Gunnarsson sæti á fundinum.
Birgir Björn Sigurjónsson og Halldóra Káradóttir fjármálaskrifstofu sátu fundinn við afgreiðslu málsins.
2. Lagt fram erindi skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar dags. 19. janúar sl., varðandi beiðni um heimild til undirritunar samnings við Advania vegna viðbótarkaupa við Völu hugbúnaðarkerfi, með vísan í fund innkauparáðs 6. september 2013. R09100203.
Samþykkt.
Dagný Sverrisdóttir skóla- og frístundasviði sat fundinn við afgreiðslu málsins.
3. Lagt fram yfirlit upplýsingatæknideildar Reykjavíkurborgar yfir viðskipti yfir 1. m.kr. á 3. ársfjórðungi 2014. R14010098.
Innkauparáð gerir athugasemdir við framlagt yfirlit og óskar eftir yfirliti sem sýnir ársfjórðungleg innkaup til samanburðar.
Fundi slitið kl. 13:03
Kjartan Valgarðsson (sign)
Magnea Guðmundsdóttir (sign) Börkur Gunnarsson (sign)