Innkauparáð - Fundur nr. 334

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2015, föstudaginn 9. janúar var haldinn 334. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12:19. Viðstaddir voru Magnea Guðmundsdóttir, Dóra Magnúsdóttir og Börkur Gunnarsson. Einnig sátu fundinn Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir deildarstjóri innkaupadeildar, Hrólfur Sigurðsson verkefnisstjóri innkaupadeild, Ólafur Steingrímsson verkefnisstjóri innkaupadeild og Guðbjörg Eggertsdóttir innkaupadeild sem jafnframt ritaði fundargerð. 

Þetta gerðist:

1. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 17. desember sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Kraftbindinga ehf í útboði nr. 13361 Vogasel, frístundaheimili. R14110150.

Samþykkt.

Þorkell Jónsson umhverfis- og skipulagssviði sat fundinn við afgreiðslu málsins.

2. Lagt fram erindi innkaupadeildar Reykjavíkurborgar dags. 9. janúar sl., varðandi heimild til seinni framlengingar á rammasamningi nr. 12943 Alifuglakjöt, um eitt ár, til 20. janúar 2016. R12110070.

Samþykkt.

3. Lagt fram yfirlit innkaupadeildar Reykjavíkurborgar yfir verkefni skrifstofa og sviða við deildina í desember 2014. R14010087.

Innkauparáð gerir ekki athugasemdir við framlagt yfirlit.

Fundi slitið kl. 12:42

Magnea Guðmundsdóttir (sign)

Dóra Magnúsdóttir (sign) Börkur Gunnarsson (sign)

PDF útgáfa fundargerðar
Innkauparáð 9.1.2015 - prentvæn útgáfa