Innkauparáð - Fundur nr. 333

Innkauparáð

Ár 2014, föstudaginn 19. desember var haldinn 333. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12:15. Viðstaddir voru Kjartan Valgarðsson, Magnea Guðmundsdóttir og Börkur Gunnarsson. Auk þeirra sat Ásgerður Jóna Flosadóttir áheyrnarfulltrúi fundinn. Einnig sátu fundinn Jón Pétur Skúlason lögfræðingur hjá embætti borgarlögmanns, Benedikt Hallgrímsson lögfræðingur hjá embætti borgarlögmanns, Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir deildarstjóri innkaupadeildar, Hrólfur Sigurðsson verkefnisstjóri innkaupadeild og Guðbjörg Eggertsdóttir innkaupadeild sem jafnframt ritaði fundargerð. 

Þetta gerðist:

1. Lagt fram erindi velferðasviðs Reykjavíkurborgar dags. 16. desember  sl., varðandi beiðni um heimild til að víkja frá innkaupaferli á grundvelli i-liðar 13. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar vegna samnings við Eir um rekstur dagdvalar fyrir heilabilaða í Borgum. R12100370.

Samþykkt.

2. Lagt fram erindi velferðasviðs Reykjavíkurborgar dags. 16. desember  sl., varðandi beiðni um heimild til að víkja frá innkaupaferli á grundvelli i-liðar 13. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar vegna samnings um rekstur Gistiskýlisins Lindargötu 48. R12100370.

Samþykkt.

Helga Jóna Benediktsdóttir og Birna Sigurðardóttir velferðasviði sátu fundinn við afgreiðslu mála 1 og 2.

3. Lagt fram erindi Borgarsögusafns Reykjavíkur dags. 16. desember sl., varðandi beiðni um heimild til að víkja frá innkaupaferli á grundvelli g-liðar 13. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar, varðandi staðbundna öryggisgæslu vegna sýningar á handritum í Landnámsskála. R14120123.

Samþykkt.

Guðbrandur Benediktsson borgarsögusafni sat fundinn við afgreiðslu málsins.

4. Lögð fram umsögn embættis borgarlögmanns varðandi skýringu umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar á þremur innkaupum sviðsins, með vísan í bókun á fundi 3. október sl. R14010098.

Innkauparáð tekur undir umsögn embættis borgarlögmanns.

5. Lögð fram umsögn embættis borgarlögmanns dags. 18. desember sl., varðandi innkaup upplýsingatæknideildar Reykjavíkurborgar á yfirliti um innkaup yfir 1 m. kr. á 1. og 2. ársfjórðungi 2014, þ.e. liðina vörukaup án útboðs og vörukaup án útboðs/framhaldskaup, með vísan í bókun á fundi 31. október sl. R14010098.

Innkauparáð tekur undir umsögn embættis borgarlögmanns og samþykkir að vísa umsögninni til innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar.

6. Lagt fram yfirlit innkaupadeildar Reykjavíkurborgar yfir verkefni skrifstofa og sviða við deildina í nóvember 2014. R14010087.

Innkauparáð gerir ekki athugasemdir við framlagt yfirlit.

Fundi slitið kl. 13.18

Kjartan Valgarðsson (sign)

Magnea Guðmundsdóttir (sign) Börkur Gunnarsson (sign)