Innkauparáð
Ár 2014, föstudaginn 21. nóvember var haldinn 332. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12:18. Viðstaddir voru Kjartan Valgarðsson, Magnea Guðmundsdóttir og Börkur Gunnarsson. Auk þeirra sat Ásgerður Jóna Flosadóttir áheyrnarfulltrúi fundinn. Einnig sátu fundinn Eyþóra K. Geirsdóttir lögfræðingur hjá embætti borgarlögmanns, Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir deildarstjóri innkaupadeildar og Hrólfur Sigurðsson verkefnisstjóri innkaupadeild sem jafnframt ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram erindi skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar dags. 18. nóvember sl., þar sem lagt er til að taka tilboði Kraftvéla ehf sem átti eina tilboðið sem barst í EES útboði nr. 13320 Flokkabifreiðar milli 6,7 og 7,5 t. R14090107.
Samþykkt.
Ólafur I. Halldórsson skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar sat fundinn við afgreiðslu málsins.
Magnea Guðmundsdóttir tekur sæti kl. 12:22
2. Lagt fram yfirlit menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup yfir 1. m.kr. vegna 3. ársfjórðungs 2014. R14010098.
Innkauparáð gerir ekki athugasemdir við framlagt yfirlit.
3. Lagt fram yfirlit velferðasviðs Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup yfir 1. m.kr. vegna 1. - 2. og 3. ársfjórðungs 2014. R14010098.
Innkauparáð gerir ekki athugasemdir við framlagt yfirlit.
4. Lagt fram yfirlit innkaupadeildar yfir verkefni skrifstofa og sviða við deildina í október 2014. R14010087.
Innkauparáð gerir ekki athugasemdir við framlagt yfirlit.
5. Lögð fram að nýju tillaga að endurskoðun samþykkta fyrir innkauparáð Reykjavíkurborgar. Frestað á síðasta fundi.
Samþykkt og vísað til staðfestingar borgarráðs.
Fundi slitið kl. 12:37
Kjartan Valgarðsson
Magnea Guðmundsdóttir Börkur Gunnarsson