Innkauparáð - Fundur nr. 331

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2014, föstudaginn 31. október var haldinn 331. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12:21. Viðstaddir voru Kjartan Valgarðsson, Magnea Guðmundsdóttir og Elísabet Gísladóttir. Auk þeirra sat Ásgerður Jóna Flosadóttir áheyrnarfulltrúi fundinn. Einnig sátu fundinn Eyþóra K. Geirsdóttir lögfræðingur hjá embætti borgarlögmanns, Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir deildarstjóri innkaupadeildar og Guðbjörg Eggertsdóttir innkaupadeild sem jafnframt ritaði fundargerð. 

Þetta gerðist:

1. Lagt fram erindi innkaupadeildar Reykjavíkurborgar dags. 28. október sl., varðandi heimild til fyrstu framlengingar á rammasamningi nr. 13086 Túlka- og þýðingaþjónusta um eitt ár eða til 11. nóvember 2015. R13070180.

Samþykkt.

2. Lögð fram umsögn embættis borgarlögmanns dags. 29. október sl., um erindi Hreint ehf vegna útboðs nr. 13276 Ræsting og bónun Lindargötu 57-66, með vísan í bókun á fundi 19. september sl. R14070010.

Innkauparáð tekur undir umsögn embættis borgarlögmanns.

3. Lagðar fram upplýsingar skrifstofu þjónustu og reksturs Reykjavíkurborgar, upplýsingatæknideildar dags. 6. október sl., varðandi tvo liði á yfirliti um innkaup yfir 1 m. kr. á 1. og 2. ársfjórðungi 2014, þ.e. liðin vörukaup án útboðs og vörukaup án útboðs/framhaldskaup, með vísan í bókun á fundi 1. september sl.

Innkauparáð óskar eftir umsögn embætti borgarlögmanns varðandi málið.

4. Lögð fram tillaga að endurskoðun samþykkta fyrir innkauparáð Reykjavíkurborgar.

Frestað.

5. Lagt fram yfirlit fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar - fjárstýringar varðandi einstök innkaup yfir 1. m.kr. vegna 2. ársfjórðungs 2014. R14010098.

Innkauparáð gerir ekki athugasemdir við framlagt yfirlit.

6. Lagt fram yfirlit innkaupadeildar yfir verkefni skrifstofa og sviða við deildina í september 2014. R14010087.

Innkauparáð gerir ekki athugasemdir við framlagt yfirlit.

Fundi slitið kl. 13:23

Kjartan Valgarðsson (sign)

Magnea Guðmundsdóttir (sign) Elísabet Gísladóttir (sign)

PDF útgáfa fundargerðar
Innkauparáð 31.10.2014 - prentvæn útgáfa