No translated content text
Innkauparáð
INNKAUPARÁÐ
Ár 2014, föstudaginn 3. október var haldinn 330. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12:15. Viðstaddir voru Kjartan Valgarðsson, Kristján Freyr Halldórsson og Elísabet Gísladóttir. Auk þeirra sat Ásgerður Jóna Flosadóttir áheyrnarfulltrúi fundinn. Einnig sátu fundinn Benedikt Hallgrímsson lögfræðingur hjá embætti borgarlögmanns, Grétar Þór Jóhannsson verkefnisstjóri innkaupadeild og Guðbjörg Eggertsdóttir innkaupadeild sem jafnframt ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram erindi íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkurborgar dags 1. október sl., þar sem lagt er til að tilboð lægstbjóðanda, Speith Gymnastics GmbH verði samþykkt í útboði nr. 13290 Fimleikabúnaður. R14080045.
Samþykkt.
2. Lagt fram erindi íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkurborgar dags 1. október sl., þar sem lagt er til að tilboð lægstbjóðanda, Olíuverzlunar Íslands hf verði samþykkt í útboði nr. 13304 Klór. R14080096.
Samþykkt.
3. Lagt fram erindi íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkurborgar dags 1. október sl., þar sem lagt er til að tilboð lægstbjóðanda, Tandurs hf, þ.e. tilboð nr. 1 verði samþykkt í útboði nr. 13305 Baðsápa. R14080118.
Samþykkt.
Steinþór Einarsson íþrótta- og tómstundasviði mætti á fundinn vegna mála 1-3.
4. Lögð fram skýring umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar við athugasemd vegna þriggja innkaupa, með vísan í bókun á fundi þann 11. júlí sl.
Innkauparáð óskar eftir umsögn embættis borgarlögmanns.
5. Lagt fram yfirlit innkaupadeildar yfir verkefni skrifstofa og sviða við deildina í ágúst 2014. R14010087.
Innkauparáð gerir ekki athugasemdir við framlagt yfirlit.
Fundi slitið kl. 12:25
Kjartan Valgarðsson (sign)
Kristján Freyr Halldórsson (sign) Elísabet Gísladóttir (sign)
PDF útgáfa fundargerðar
Innkauparáð 3.10.2014 - prentvæn útgáfa