Innkauparáð - Fundur nr. 33

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2003, föstudaginn 5. desember, var haldinn 33. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 14.00. Viðstaddir voru Hrólfur Ölvisson, Jóhannes Sigursveinsson og Haukur Leósson. Jafnframt sátu fundinn Sjöfn Kristjánsdóttir, forstjóri Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar, Bjarnveig Eiríksdóttir, fulltrúi borgarlögmanns, og Ólafur Kr. Hjörleifsson, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram að nýju bréf nefndar um kaup á símaþjónustu frá 7. f.m. varðandi útboð á símaþjónustu fyrir Reykjavíkurborg, þar sem lagt er til að tekið verði tilboði Og fjarskipta hf. í fastlínuþjónustu, GSM símaþjónustu og talsímaþjónustu við útlönd, en í NMT símaþjónustu verði tekið tilboði Landssíma Íslands hf. Jafnframt lögð fram umsögn fulltrúa borgarlögmanns um málið, dags. 1. þ.m. Tillaga nefndarinnar samþykkt með 2 samhljóða atkvæðum. Haukur Leósson sat hjá við afgreiðslu málsins. Stefán Stefánsson frá Innkaupastofnun sat fundinn við meðferð málsins.

2. Lagt fram að nýju bréf forstöðumanns tæknideildar Reykjavíkurhafnar frá 17. f.m. varðandi fergingu lands á Klettasvæði í Sundahöfn. Jón Þorvaldsson, forstöðumaður tæknideildar Reykjavíkurhafnar, sat fundinn við meðferð málsins.

- Kl. 14.25 vék Bjarnveig Eiríksdóttir af fundi.

3. Lagt fram að nýju bréf gatnamálastjóra frá 19. f.m. varðandi fóðrun holræsa á árunum 2003-2006, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda, Hreinsibíla ehf., að fjárhæð kr. 180.832.156,-. Frestað. Sigurður I. Skarphéðinsson, gatnamálastjóri, sat fundinn við meðferð málsins.

4. Lagt fram bréf Hoffells frá 4. þ.m. þar sem kvartað er yfir framkvæmd Innkaupastofnunar á útboði á gerfigrasi fyrir Fasteignastofu, útboð nr. 913. Með vísan til 25. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar, sbr. 10. gr. samþykktar fyrir ráðið, er kæranda bent á heimild til að bera málið undir kærunefnd útboðsmála á grundvelli laga um opinber innkaup nr. 94/2001.

Fundi slitið kl. 14.45.

Hrólfur Ölvisson

Jóhannes Sigursveinsson Haukur Leósson